Saga - 1986, Side 284
282
RITFREGNIR
og fyrir sitt margvíslega framlag til bókarinnar á Sveinbjörn miklar þakkir
skildar.
Það væri víst engin goðgá að segja hið sama um Gísla Ágúst Gunnlaugsson.
Af greinum hans tveimur er hin fyrri, „Fólksflótti úr Vestur-Skaftafellssýslu í
kjölfar Skaftárelda," stutt en skýr samantekt á upplýsingum úr skýrslum (sem
hlýtur að hafa verið freistandi að birta í heimildahlutanum þar sem þær varða
svo beint afleiðingar Skaftáreldanna).
Hin seinni, „Viðbrögð stjórnvalda í Kaupmannahöfn við Skaftáreldum," er
viðamikil rannsókn, kannski óþarflega löng fyrir það að hér er drepið á mjög
margt sem skýrar kemur fram annars staðar í bókinni; en fyrir lítt sögufróða
lesendur væri kannski snjallast, einmitt þess vegna, að byrja á þessari grein
Gísla til að fá yfirlit yfir gang mála í Móðuharðindunum, á sama hátt og grein
Sigurðar veitir yfirlit yfir gang Skaftáreldanna sjálfra.
Gísli Ágúst fer hér allrækilega yfir umræðuna um fyrirhugaðan þjóðarflutn-
ing íslendinga til Danmerkur. Merkustu heimildirnar reynast vera samtíma-
skrif frá hendi Skúla fógeta og Jóns Eiríkssonar, þar sem þeir mótmæla
flutningshugmyndunum á þann veg, að sjáanlega hefur verið um þær rætt í
fullri alvöru meðal æðstu manna, en stjórnvöld hins vegar aldrei gert þær að
stefnu sinni. Annars veit ég ekki hvort Gísli Ágúst dregur nógu skýrt fram, að
veturinn 1784—85, þegar þetta var til umræðu í Kaupmannahöfn, vissu menn
mjög lítið hversu lífvænlegt yrði á íslandi næstu misserin; svartsýnismenn
gátu vel ímyndað sér þvílíkt neyðarástand að fjöldaflutningar af landi brott
yrðu skásti kosturinn. Hann bendir ekki heldur sérstaklega á þau ummæli
Jóns Eiríkssonar (birt af Aðalgeir Kristjánssyni í Sögu 1977, bls. 32 nm. og 35
nm.) sem gleggst sýna hvernig menn fjölluðu um það sem tvo kosti að halda
íslendingum uppi („soutencre") £ eigin landi eða „redde folkene" með því að
„fore dem fra Landet". (Sigfús Haukur Andrésson gerir ekkert úr þessum
sérstöku ummælum heldur í Sögu 1984, bls. 77.)
Síðan segir af ráðstöfunum þeim sem Landsnefndin síðari lagði á ráðin um,
og fær hún héldur lélega einkunn hjá Gísla, einkum fyrir það ráðleysi sitt að
vilja senda fslendingum peninga til búfjárkaupa þegar ekkert framboð var af
fénaði í landinu. Hann kallar það líka óraunhæfa aðstoð sumarið 1785 að vilja
tryggja flóttafólki úr eldsveitunum atvinnu við sjósókn, því að það hafi
einkum þarfnast „tafarlauss bjargræðis". Þetta er nú hæpið, því að á Vestur-
og Suðvesturlandi var hungursneyðin nokkurn veginn afstaðin.
Það kemur fram, eins og svo margt annað merkilegt, í grein Guðmundar
Hálfdanarsonar, „Mannfall í Móðuharðindum". Hún er hluti af kandídatsrit-
gerð, geldur þess kannski eitthvað í uppbyggingunni að vera tekin út úr
stærra verki, en er samt óneitanlega stórglæsileg rannsókn, unnin af skarp-
skyggni á vandamálin og heimildirnar og með mjög rækilegri heimildakönn-
un. Merkasta niðurstaða Guðmundar er sú, að „landfarsótt", einhvers konar