Saga - 1986, Síða 285
RITFREGNIR
283
smitnæmur faraldur, átti verulegan sjálfstseðan þátt í manndauðanum 1784 og
—85, a.m.k. sums staðar á landinu, og a.m.k. nógu sjálfstæðan til þess að
herja ekki endilega á þeim árstímum þegar viðurværi var lakast. Þetta er
fjarska spennandi og þarf raunar að athuga enn nánar. Guðmundur notar
dánarorsakir samkvæmt úrtaki kirkjubóka, en þær eru ekki tilgreindar að
gagni um nema tæp 60% látinna, og því er hætt við að heimildaskekkjur komi
fram, t.d. örugglega í aldursskiptingu hinna horföllnu (bls. 151, línurit), og
flækir það málið allt. Flækju veldur það líka, sem Guðmundur bendir sjálfur
á, að undir hinu óljósa heiti „landfarsóttarinnar" muni ganga fleira en þessi
ákveðni mannskæði faraldur.
Einu lausatökin í málflutningi, sem ég get sakað Guðmund um, varða
skiptingu hans á landinu í svæði (bls. 145) eftir mismunandi dánarmynstri.
Hún er bæði ónákvæm (Strandasýsla gleymist, Gullbringu- og Kjósarsýsla
virðast tilheyra „miðbiki Vesturlands") og vafasöm (Húnavatnssýsla á miklu
fremur samleið með Mýrasýslu en Skagafjarðarsýslu, svo að gleggsta dæmið
sé nefnt). Svo skiptir hann hinum fjórtán úrtaksprestaköllum í svæði eftir
dánarorsökum, og segir (bls. 148) að sú skipting falli (með einni undantekn-
ingu) „nær fullkomlega saman við svæðisskiptinguna" sem fyrr greinir. En
þegar sjö af prestaköllunum eru með meirihluta dauðsfalla af óflokkuðum
orsökum, þá fer nú þessi skiptingin að verða æði óljós líka og óvarlegt að
fullyrða um samsvaranir.
Svo verður að benda á klúður með 5. töflu (bls. 147). Frá henni er rangt
vísað til heimilda (á sóknarmannatöl í stað kirkjubóka). Hitt er þó verra, að
fallið hefur niður efsta línan, sem á að vera svona: „Fljótshlíð — 1 — [0] — 31
— 1 — 1 — 1—3 — [0] — 14 — 52“ (tekið með leyfi Guðmundar eftir ritgerð
hans, „Fólksfjöldaþróun íslands á 18. öld,“ á Háskólabókasafni). Og þetta er
lykillína, sú eina sem nokkuð er að marka um eitt af fyrrnefndum svæðum.
Einhver hefur, í próförk eða handriti, tekið eftir að hér var ekki allt með
felldu, en ekki fundið lausnina, heldur sett í fyrirsögn töflunnar „13 presta-
köll“ þótt þau eigi að vera fjórtán.
Kristjana Kristinsdóttir ritar um „Afleiðingar Skaftárelda og Móðuharð-
•nda í Suður-Múlasýslu", stutta grein unna upp úr BA-ritgerð. Hún leitar
upplýsinga í miklu magni óprentaðra heimilda, setur þær skipulega fram, en
fer gætilega í túlkun þeirra eins og kannski er eðlilegt í prófritgerð á þessu
sfigi. Þetta er ekki slæmt efni, en myndi njóta sín miklu betur ef til
samanburðar væru hliðstæðar rannsóknir á öðrum svæðum.
.,Voru Móðuharðindin af manna völdum?" heitir grein Gísla Gunnars-
sonar, stutt grein en víða komið við, hugleiðing ekki síður en rannsókn,
hugvekja nánast um ýmsa hluti sem við hugsum of sjaldan út í, og um leið
upprifjun í einföldu formi á sumu af því sem Gísli hefur sett fram annars
staðar.