Saga - 1986, Blaðsíða 286
284
RITFREGNIR
Þá er ein ótalin af ritgerðunum: „Aðstoð einokunarverslunarinnar við
íslendinga í Móðuharðindunum" eftir Sigfús Hauk Andrésson, rxkileg frá-
sögn reist á mikilli heimildaþekkingu, en um leið liðlega stfluð og miðlað
ýmsum grundvallarfróðleik handa þeim sem lítt þekkja til sögu.
Miðað við viðbrögð stjórnvalda í Kaupmannahöfn, sem annars er aðallega
lýst í ritgerð Gísla Ágústs, þykir Sigfúsi lítið til koma frammistöðu embættis-
manna og kaupmanna á fslandi. Hann lýsir því hvernig öll hjálp fórst fyrir
1783 og fór að nokkru í handaskolum 1784 (þegar heilmikið var flutt út af
fiski). Það var ekki fyrr en vorið og sumarið 1785 að hjálp verslunarinnar
komst verulega á skrið, einkum með auknum kominnflutningi. „Það var þó
langt frá því,“ segir Sigfús Haukur, „að þessi aukni innflutningur kornmatar
nægði til að bæta, svo að nokkru umtalsverðu gagni væri, hinn feiknarlega
matvælaskort..." Þetta þyrfti eiginlega að styðja með reikningi, þótt Sigfús
geri það ekki. Korninnflutningurinn var um 16 þúsund tunnum meiri en árin
fyrir harðindi (munurinn er aðeins minni í tölum Sigfúsar af því að hann er
með árið 1784 inni í samanburðartímabilinu, en það er ekki heppilegt). Ger-
um tunnuna 85 kg og landsmenn 40 þúsund; þá eru þetta yfir 30 kg kornmatar
á mann 1785, nálægt tíunda hluta af næringarþörfinni, að ætla má. Nú var
raunar ekki mannskæð hungursneyð eftir að kornið kom, en þar hefur, eftir
búfjárfellinn, ekki mátt miklu muna, þannig að hér kann einmitt að hafa
munað verulega um hjálp verslunarinnar.
Um frágang og útgáfu ritgerðanna er flest vel. Langversta prentvillan hefur
þegar verið nefnd; annars virðast prófarkir allvel lesnar. Orðmyndir eins og
„skipspund" og „fjallagras" hefði samt á einhvetju stigi átt að gera athuga-
semd við. Þá er álitamál hvort nánar hefði átt að samræma tilvísanatækni,
a.m.k. þar sem henni er beinlínis áfátt, eins og hjá Sigfúsi Hauki þar sem ekki
er unnt að sjá um öll tilvísuð skjöl hvort þau eru á Þjóðskjalasafni eða
Riksarkivet; og eitthvað vantar á að safnnúmer Þjóðskjalasafns séu samræmi-
lega gefin upp. Alvarlegasta álitamálið um ritstjórn varðar þó millivísanir
innan bókarinnar. Þær eru algengar, bæði milli ritgerða og frá ritgerðum til
heimildahlutans, en yfirleitt án þess að gefið sé upp blaðsíðutal (nema 1
greinum Sigurðar Þórarinssonar og Sveinbjarnar Rafnssonar), jafnvel bara
sagt „á öðrum stað í þessu riti“. Og svo er alveg afleitt þegar vísað er í heimild
með safnnúmeri sem óprentuð sé þótt hún standi svo aftar í sömu bók; það
gera a.m.k. Guðmundur, Kristjana og Sigfús Haukur.
Þannig má lengi setja eitt og annað fyrir sig, en hitt fer þó ekki á milli mála
að Skaftáreldabókin er stórvirki í íslenskri sagnfræði og um margt prýðilega
heppnuð. Við eigum eftir að nota hana mikið.
Helgi Skúli Kjartansson