Saga - 1986, Side 288
286
RITFREGNIR
Höfundur álítur réttilega að áhrifamestu hugmyndir í sagnfræði á þessu
tímabili öllu hafi verið þjóðernishyggja og rómantík, en telur að þessi áhrif
hafi dvínað og orðið með öðrum hætti eftir 1920. Kaflinn, og ritið í heild,
gera grein fyrir þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt hafi grundvallarbreytingar
verið afar takmarkaðar á þessu tímabili, bæði í verkefnavali og hugmyndum
sagnfræðinga. Næsti kafli, um félagslegt baksvið, skýrir frekar þau þáttaskipti
sem greint er frá að framan, í ljósi breyttra aðstæðna í íslensku þjóðfélagi.
Síðari helmingur bókarinnar fjallar mestmegnis um helstu einkenni sagn-
fræði á tímabilinu, þó einkum um verkefnaval, hugmyndir og viðhorf
sagnfræðinga. Tveir fyrstu kaflarnir, „Alþýðleg sagnaritun" og „Heimildaút-
gáfa“, standa í lauslegu sambandi við síðari kafla. I þeim fyrri koma fram
margar athyglisverðar athugasemdir um einkenni og stöðu alþýðlegrar sagn-
aritunar í íslenskri sagnfræði sem heild; eins og fyrr er bent á erlendar
hliðstæður. Höfundur heldur sig innan þeirra takmarka sem sett eru í upphafi
og verður því ekki réttilega átalinn fyrir að varpa litlu ljósi á verk einstakra
manna. Prátt fyrir það hefði verið gimilegt að fá meiri innsýn í hugarfar og
viðhorf sem komu fram í verkum alþýðlegra sagnaritara. Eins og bent er a 1
inngangi ritsins, var útgáfa sögulegra heimilda mikilvægur þáttur í sagnfræði
þessa tímabils. Þetta er óumdeilanlegt, en um hitt má svo ræða hversu miklu
ljósi kaflinn varpar á sagnfræði tímabilsins, sérstaklega vegna þess að hann er
að mestu upptalning á efni sem er nokkuð aðgengilegt annars staðar. Ef til vill
hefði farið betur að sameina kaflann fyrri hluta ritsins, þar sem umfjöllun um
heimildaútgáfu fellur vel að umræðu um ytri aðstæður eiginlegrar sagnfræði.
Næsti kafli, sem nefnist „Söguspeki", sýnir áhuga höfundar á viðhorfum
sagnfræðinga yfirleitt. Hér er hugtakið „söguspeki" skilgreint ítarlega og
vikið að helstu stefnum í vesturevrópskri söguspeki sem og öðrum helstu
stefnum í vesturevrópskri sagnfræði á tímabilinu. Kaflinn fjallar síðan nánast
eingöngu um „alhæfmgar um eðli og gang sögunnar" eins og algengt er 1
erlendum verkum með svipuðu sniði. Höfundur bendir á að erfitt sé að fjalla
skipulega um hugtakið „söguspeki", og á þetta ekki síst við þegar um
íslenskar hugmyndir er að ræða. í raun og veru er næsta tilgangslítið að tala
um eiginlega „söguspeki" fyrr en á tuttugustu öld. Hins vegar kom sögu-
skoðun landsmanna fram óbeint í ýmsum tegundum ritsmíða, þá ekki síst 1
bundnu máli. Af þessu leiðir að vilji sagnfræðingar rannsaka samtímaviðhorf
til fortíðarinnar til hlítar, þá er ef til vill nauðsynlegt að reyna nýjar rann-
sóknaraðferðir. Eins og bent er á í ritinu var sagnfræði í Vestur-Evropu
yfirleitt aðskildari frá öðrum fræðigreinum en hún var á íslandi. Þessar ólíku
aðstæður eru slíkar að samanburður á íslenskum og erlendum hugmyndum
gerir þær fyrri fátæklegri en þær í raun voru.
Þrír síðustu kaflar ritsins, „Sagnaritun í anda rómantíkur og þjóðernis-