Saga - 1986, Page 289
RITFREGNIR
287
hyggju", „Sagnaritun í anda annarra hugmyndastcfna" og „Sögukennsla",
fjalla um hugmyndastefnur sem helst mótuðu viðhorf landsmanna til fortíðar-
innar. Höfundur seilist víða til fanga og eru þetta yfirgripsmestu kaflar ritsins.
Þeir gefa góða heildarsýn yfir erlend og innlend áhrif, en eins og eðlilegt er
þegar svo miklu efni er þjappað saman, gefst oft lítið svigrúm til umræðu.
Það er aðallega í kaflanum um rómantík og þjóðemishyggju að einstaka
niðurstöður virðast vafasamar. Hér skal aðeins minnst á eitt atriði, sem talist
getur umdeilanlegt í sambandi við áhrif rómantíkur á íslensk viðhorf, og þá
sérstaklega í sagnaritun. Höfundur ályktar að það sé:
naumast hægt að tala um sérstakt rómantískt skeið í íslenzkri hug-
myndasögu, vegna þess að upplýsingaráhrifin voru lengi sterk á
íslandi og féllu saman við áhrif hinnar þjóðlegu frjálslyndisstefnu, sem
svo er nefnd; rómantíska stefnan á Íslandí rann sitt skeið nánast
samtímis þessum stefnum (bls. 78—9).
Ekki skal reynt að færa röksemdir fyrir því að þessar niðurstöður séu alrangar;
skoðanamunur á eðli og áhrifum rómantísku stefnunnar á íslandi, sem annars
staðar, stafar að nokkru leyti af því hvernig hugtakið er skilgreint. Hins vegar
er mögulegt að leiða rök að því að rómantík hafi verið sterkasti þátturinn í
íslenskum hugmyndum frá fjórða áratugnum og fram undir aldamót. Einnig
má líta á rómantík í Vestur-Evrópu sem „frumstefnu" er einna mest stuðlaði
að því að fræðimenn á nítjándu öld leituðust við að útskýra atburði og þróun
tneð kenningum.
Höfundur getur þess réttilega að erfitt sé að „skilgreina rómantísku stefn-
una“ og velur þann kost, eins og fleiri, að útskýra hana með því að benda á
nokkur meginatriði til að „varpa ljósi á eðli hennar". Ekki er hægt að efast um
að atriði svo sem áhugi á náttúrunni, hetjudýrkun o.s.frv. hafi einkennt
rómantískar fagurbókmenntir, aðrar listir og raunar hugmyndir yfirleitt. En
mörg af þessum atriðum eiga einnig við um aðrar stefnur og tímabil; þau eru
ekki rómantísk hvert um sig eða í eðli sínu. í umræðu um rómantík sem
stefnu hljóta fræðimenn að leita að þeim grundvelli sem gefur þessum
mýmörgu þáttum sérstakan rómantískan svip og stuðla að því samhengi sem
flestir telja á síðari árum að sé fyrir hendi. Of langt mál yrði að ræða hér
þennan grundvöll til hlítar og skal því aðeins bent á nokkur atriði til
utskýringar á þessu samhengi. Undirstöðuatriði rómantíkur koma ljóst fram í
ntum vesturevrópskra sagnfræðinga, sérstaklega á fyrri hluta nítjándu aldar,
en gætti lengi í verkum þeirra sem lengst lifðu, svo sem Bretans Carlyles. Að
vtssu leyti einkennist rómantík mest af heimsmynd sem felur í sér að náið
samhengi sé á milli allra þátta mannlegs lífs; milli manns og náttúru og milli
fortíðar, nútíðar og framtíðar. Mannsandinn sjálfur er álitinn driffjöður allra
ffamfara, ekki tilfinningar, innsæi og innblástur heldur skynsemin undir