Saga - 1986, Side 292
290
RITFREGNIR
ljúka verkinu á einu og hálfu ári eða í mesta lagi tveimur árum. En sú aðferð
hafi ekki gengið og því hafi verið ákveðið, að Árni og Páll skyldu ferðast um
landið og annast sjálfir samningu jarðabókar á hveijum stað (bls. 11). Þegar
litið er á tillögur Páls Vídalíns um gerð og efni væntanlegrar jarðabókar og
athugasemdir Árna Magnússonar við þær, er ljóst, að slíkt stórvirki varð ekki
hrist fram úr erminni (sbr. AM 462 fol. Fyrri hluti þessa handrits var
prentaður í íslendingi 1862, bls 77 o. áfr.). Þeim Árna og Páli hlýtur að hafa
verið þetta ljóst þegar í upphafi, enda er til þess ætlast í 2. gr. erindisbréfs
þeirra, að þeir geri sjálfir úttekt á jörðum landsins:
Til den Ende skal de reise omkring ganske Landet fra Syssel til Syssel,
og fra Herrit til Herrit, og tage alting, saavidt mueligt er, udi Öiesjun
og nöie Obagt... (Lovsamling I, bls. 585).
Jarðaskjölin áttu að vera til fyllingar, bæta um betur, þar sem á vantaði í úttekt
Árna og Páls eða fulltrúa þeirra.
Vegna hins langa samningartíma Jarðabókarinnar gæti hún virst hæpin
heimild um eignir manna á tilteknum tíma, einkum ef eignir þeirra dreifðust
um margar sýslur. Við þetta bætist, að í miðjum klíðum, 1707—1709, geisaði
bólusótt í landinu, sem olli eignaröskun, a.m.k. fyrst um sinn. Bragi viður-
kennir þessa annmarka, en með samanburði við nokkur jarðaskjöl, sem urðu
til í tengslum við jarðabókarverkið, leiðir hann líkur að því, að Jarðabókin se
þrátt fyrir allt fullgild heimild við rannsóknina.
f þremur næstu köflum eru einkaeigninni gerð rækileg skil með ýmsum
tilbrigðum. í upphafi þriðja kafla ræðir Bragi nokkuð um bændakirkjur og
lýsir þeirri skoðun sinni, að þær beri að telja til einkaeignar „þess manns (eða
manna) sem átti jörðina sem kirkjan var á eða var tilgreindur sem proprietari-
us hennar" (bls. 27). Hann rökstyður þetta m.a. á þá leið, að bændakirkjur
gátu verið eigendum sínum góð tekjulind. Þrátt fyrir þetta reiknar hann ekki
bændakirkjur með einkaeign í athugun sinni til að ónýta ekki samanburð við
eldri rannsóknir. Engin ótvíræð ákvæði eru um eignarrétt á bændakirkjum i
fornum lögum, og sættargerðin í Ögvaldsnesi 1297 leysti ekki úr þessum
vanda. Ef rétt er að líta á bændakirkjur sem einkaeign, eins og Bragi telur,
hefur eignarréttur á þeim verið með allsérstæðum hætti. Þannig eru dæmi
um, að bændur hafi komist í svo mikla skuld við kirkjur sínar, að þeir hafi
viljað losa sig við þær. En slíkt var óheimilt, nema biskup og kansellíið fengju
að vita um söluna innan eins mánaðar (sbr. Lovsamling III, bls. 66—68). Fra
sjónarhóli kirkjuréttar virðist sérstaða bændakirkna einungis hafa verið sú, að
þær voru í ábyrgð og vörslu leikmanna í samráði við biskup, en vígðir menn i
umboði biskups höfðu forræði lénskirkna.
Þessu næst er skýrt frá stærð og dreifingu jarða í einkaeign eftir héruðum
samkvæmt Jarðabók Áma og Páls. Til samanburðar eru sýndar tölur Björns
Lárussonar fyrir 1695. Kemur þá fram undarlegur mismunur, sem Bragi