Saga - 1986, Qupperneq 293
RITFREGNIR
291
kennir um fyrst og fremst mislestri Björns, en að nokkru leyti ólíkum
efnistökum. Einnig er birt tafla um fjölda einkajarða eftir dýrleika þeirra, og
loks er í þriðja kafla vikið að sjálfsábúð. Athyglisvert er, hve sjálfsábúðar-
bændur voru hlutfallslega fáir. Að meðaltali voru einungis 16,6% jarða í
einkaeign í sjálfsábúð, en nokkuð var það misjafnt eftir sýslum. Bragi fer
varlega í að skýra þetta, en eflaust hefur það háð sumum jarðeigendum, að
jarðarhlutur þeirra nægði ekki til að framfleyta fjölskyldu, og því eina úrræðið
að gerast leiguliðar. En jafnframt má geta sér þess til, að margir jarðeigendur
hafi talið hag sínum betur borgið sem leiguliðar en í sjálfsábúð, enda drjúgur
hluti af bestu jörðum landsins kominn undir konung, biskup og auðuga
kirkjustaði.
Fjórði kaflinn er helgaður gósseigendum, en svo nefnir Bragi það fólk, sem
átti 121 hundrað í fasteignum hið minnsta. Á þeim tíma þegar Jarðabókin var
samin, virðast allir hafa getað kallað sig gósseiganda, ef þeir áttu einhverja
fasteign. Hálft þriðja hundrað í jörðinni Stórabotni í Hvalfirði er t.d. kallað
erfðagóss í bréfi frá 1. júní 1703. Notkun orðsins gósseigandi í merkingunni
stóreignamaður er samt eðlileg og stríðir, að ég hygg, á engan hátt gegn
málvitund nútímamanna.
í gósseigendatali er nafngreindur 81 einstaklingur og sögð nokkur deili á
hverjum þeirra. Bragi flokkar hjón alltaf saman sem einn eiganda, þó að
yfirleitt sé greint á milli eigna þeirra í jarðaskjölum. Það var þó ekki gert
vegna þess, að eignir hjóna væru aðgreindar í raun og hvort um sig hefði arð
af sínum hlut. Fyrst og fremst virðist þetta hafa verið ráðstöfun til að tryggja
hagsmuni hvors um sig, ættingja þeirra og erfingja, efkæmi til hjúskaparslita
eða arfaskipta. Engin ástæða er því til að amast við þessari tilhögun Braga.
Enn fremur athugar hann stéttarstöðu feðra gósseigenda, og virðist í fljótu
hragði markvert, hve margir þeirra voru óbreyttir bændur. Þeir voru þó
flestir eða allir skamman veg komnir frá embættismönnum, því að margir
synir embættismanna, einkum veraldlegra valdsmanna, lentu í röðum bænda,
eins og ráða má af töflu IV. 2. Bragi kveður raunar „engin dæmi um
jarðaauðuga menn af „hreinum" bændaættum, menn sem hvorki áttu til
klerka né sýslumanna að telja og höfðu ekki mægst við slíka menn" (bls. 73).
háeð þessu á hann við, að enginn gósseigandi hafi verið eingöngu af bændum
kominn í þriðja lið.
En Bragi lætur ekki þar við sitja, heldur rekur hann ættir tveggja höfðingja,
Guðbrands Þorlákssonar biskups og Gísla lögmanns Hákonarsonar, og sýnir
Ijóslega, hvernig þær tvinnast saman. Eins og Bragi gefur í skyn, sanna þessi
‘vö dæmi ekki, en styðja þá tilgátu Björns Lárussonar, að jarðeignir stóreigna-
manna hafi haldist innan þröngs hóps. Eignamenn hneigðust þannig til að
varðveita og auka við jarðeignir sínar með mægðum sín á milli. En fleiri gátu
komist í álnir en þeir, sem fóru með fullan mal úr heimahúsum. Um það bera