Saga - 1986, Page 294
292
RITFREGNIR
vitni erlendir menn, sem náðu metorðum hér á landi, jafnvel lögmannstign
eins og Lárus Gottrup, og urðu fésaelir. Leiðin niður í stétt eignleysingja var
ekki síður greiðfær, meira að segja einstaklingum af auðmannaættum, og
raunar sú eina, sem við mörgum blasti, þegar ættin gekk fram. í niðjatali séra
Jóns Arasonar í Vatnsfirði og Hólmfríðar Sigurðardóttur konu hans kemur
fram, að afkomendum þeirra hjóna gekk misjafnlega að ávaxta heimanfengið
pund sitt, og í þriðja lið er eignarmunur orðinn frá fimm hundruðum upp í
300 hundruð.
Fimmti kafli ber heitið „Eign og embætti." Fáum kemur á óvart, að
embættismenn voru í hópi auðugustu jarðeigenda. Hitt kann að vekja meiri
furðu, að þá var einnig að finna meðal þeirra, sem lítið eða ekkert áttu.
Einkum gildir þetta um klerka. Til að sýna þetta betur gerir Bragi skrár yfir
alla lögmenn, sýslumenn og klerka á íslandi á tíma Jarðabókarinnar og tilgrein-
ir jarðarhundruð hvers þeirra. í ljós kemur, að eign þeirra og kjör voru mjög
misjöfn. Af 27 veraldlegum valdsmönnum komust 13 í hóp gósseigenda og
jafnmargir klerkar, en þeir voru í heild margfalt íleiri eða 192. Tveir sýslu-
menn voru nánast eignarlausir og 73 klerkar. Góður efnahagur virðist, a.m.k.
þegar hér er komið, ekki hafa verið forsenda embættis, og embætti á hinn
bóginn engin trygging fyrir auðsæld. Niðurstöðu sína orðar Bragi á þessa leið
(bls. 105):
fslenska gósseigendastéttin féll ekki saman við neina eina þjóðfélags-
stétt. Innan hennar voru jöfnum höndum prestar, bændur og sýslu-
menn en allir þessir þjóðfélagshópar voru líka utan hennar. Ein-
staklingar úr öllum nefndum stéttum voru bæði meðal þeirra sem mest
og minnst áttu afjarðeignum á íslandi um 1700.
Af yfirliti þessu má ljóst vera, að hér hefur mikið og vandasamt verk verið
unnið. En óneitanlega læðist að mér sá grunur, að Bragi hefði getað bætt sér
upp annmarka Jarðabókarinnar og um leið tekið minni áhættu, ef hann hefði
stuðst meir við jarðaskjöl þau, sem hann víkur að í öðrum kafla. Fjölmargar
jarðaskrár eru til, bæði gósseigenda og annarra, og sýna þær eignir hvers
manns á sama tíma. Yfirleitt eru skjölin frá fyrri hluta jarðabókartímans, flest
ársett 1703 og 1704. Fyrir kemur, að ekki er getið um dýrleika einhverrar
jarðar, en þá nægir að fletta upp í Jarðabókinni. Að vísu er það til trafala, að
jarðaskjölin skipta hundruðum, ef ekki þúsundum, en meiri háttar jarðaskrár
eru að jafnaði auðfundnar f skjalabunkunum. Ég geri ráð fyrir, að fleiri
tormerki megi finna á notkun þeirra frá sjónarhóli Braga. Hann hefði t.d.
orðið að breyta þeirri vinnureglu sinni að telja þá eina til gósseigenda, sem á
lífi voru, þegar jarðabók var samin í heimahéraði þeirra. Jarðaskrárnar einar
sér hefðu aldrei getað leyst af hólmi Jarðabókina við þessa rannsókn. Því er
ekki treystandi, að allir eignamenn hafi sent inn skrár og skjöl um jarðir sínar
þrátt fyrir ítrekanir og hótanir Árna og Páls. En jarðaskrár, sem fyrir liggja frá