Saga - 1986, Qupperneq 295
RITFREGNIR
293
einstökum mönnum, eru að líkindum áreiðanlegri heimildir um eignir þeirra
á tilteknum tíma en samtala úr Jarðabókinni, sem unnin var á tólf árum.
Lausleg athugun á fáeinum jarðaskjölum þeirra manna, sem nefndir eru í
gósseigendatalinu, leiðir í ljós, að stundum ber talsvert á milli skjalanna og
útreikninga Braga, enda ekki ávallt miðað við sama tíma. En ég hefekki orðið
var við, að svo miklu skeiki, að mannaskipti hefðu orðið í gósseigendatalinu
af þeim sökum. Jarðaskjölin hefðu engu að síður breytt gósseigendatalinu.
Nokkrir stóreignamenn árið 1703, eins og Vigfús Gíslason að Hofi á Höfða-
strönd, voru t.d. látnir, þegar jarðabók var gerð í því héraði, sem áður var
heimabyggð þeirra. Einnig má nefna, að Brynjólfur Thorlacius var ekki
auðugasti maður á íslandi árið 1703, heldur móðir hans, Guðríður Gísladóttir,
með 922 1/2 hundrað. En samkvæmt gósseigendatali Braga var eign hennar
163 hundruð, sennilega 1710, þegar jarðabókin fyrir Fljótshlíð var samin.
Þegar ég var að rýna í jarðaskjölin, sem Bragi tekur fyrir í öðrum kafla
bókar sinnar, veitti ég því athygli, að við lásum ekki alltaf nákvæmlega hið
sama úr þeim. Hann segir réttilega (bls. 19), að Guðmundur ríki Þorleifsson á
Narfeyri hafi gert tvær jarðaskrár um fasteignir sínar, hina fyrri dagsetta 30.
apríl og 1. maí 1703 og hina síðari 21. maí 1704. En honum skjátlast, þegar
hann segir, að ein jörð sé vantalin 1703. Þessi missögn er skiljanleg, því að á
ljósriti, sem Bragi hefur haft undir höndum, vantar neðsta hluta af einni síðu
frumrits. Jarðarhundruð Guðmundar á Narfeyri telur Bragi samtals 856, en
mér tekst að koma þeim upp í 859 samkvæmt sömu heimild, ef farið er eftir
dýrleika til tíundar. Fimm jarðanna eru einnig metnar til arfaskipta, en við
það hækkar heildartalan um ellefu hundruð.
Beina tilvitnunin í arfaskiptabréf séra Einars Torfasonar (bls. 20) er ekki
villulaus, en það raskar ekki réttum skilningi á efni hennar. Einnig þykir mér
orðalag Braga um jarðirnar Steinadal og Tinda (bls. 21) vera dálítið villandi.
Séra Einar virðist hafa greitt níu hundruð í Steinadal til fulls og arfleiddi þau
öðrum sona sinna, en átti „óborguð 13 hundruð í Tindum". Vildi séra Einar,
að sonur sinn legði þessi níu hundruð til greiðslu á þrettán hundruðum í
Tindum, „ef ég ei til endist þaug að betala". Allt eru þetta smámunir, sem
breyta í engu niðurstöðum bókarinnar.
Þetta rit Braga, eins og öll vel unnin verk, réttlætir sig sjálft, og er þá ekki
efast um gildi þess fyrir íslenska sagnfræði. Allur frágangur ber vitni um
vandvirkni og örugg vinnubrögð. Bragi hefur farið mjög í saumana á eigna-
°g skattaframtali íslenskra efnamanna um 1700 og dregið ýmislegt nýstárlegt
fram í dagsljósið, þó að meginniðurstöður teljist vart óvæntar. Um leið hefur
hann treyst verulega þann grunn, sem vitneskja okkar um samfélag 18. aldar
hvílir á. Höfundur á mikið lof skilið fyrir þessa bók.
Gunnar F. Guðmundsson