Saga - 1986, Page 301
RITFREGNIR
299
Önnu, sem á áttræðisaldri gefur út slíkt verk, er sannarlega forvitnileg.
Vonandi verður hún skráð fyrr en seinna því Anna er okkur mörgum dýrmæt
fyrirmynd.
Margrét Guðmundsdóttir
LÍFSSAGA BARÁTTUKONU. Inga Huld Hákonardótt-
ir rekur feril Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Útg. Vaka/
Helgafell, Reykjavík 1985. 229 bls., myndir.
í nóvember á síðasta ári kom út bók, sem ber heitið Lífssaga baráttukonu. Þar
skráir Inga Huld Hákonardóttir sögu verkalýðsforingjans Aðalheiðar Bjarn-
freðsdóttur eftir frásögn hennar og öðrum heimildum. Viðtökur almennings
voru með þeim hætti, að endurprenta varð bókina að mánuði liðnum. Lífssaga
baráttukonu er ekki sagnfræðirit í þess orðs fyllstu merkingu. Engu að síður er
hér á ferðinni kvennasaga, sem varpar ljósi á lífskjör verkakvenna hér á landi
síðustu fimm áratugi og starfsemi annars stærsta verkakvennafélags á íslandi,
Starfsmannafélagsins Sóknar, síðasta áratug. Margvísleg vandamál verða á
vegi þeirra, sem fást við sögu kvenna. Er þar skemmst frá að segja, að
heimildir sagnfræðinga, sem að verulegu leyti eru ritaðar, eru fáorðar um
hlutverk og hlutskipti íslenskra kvenna. Að sönnu hafa einstaka konur látið
eftir sig ritaðar heimildir, en fáar verkakonur er þar að finna. Mikið rættist úr
á síðasta ári með bók Önnu Sigurðardóttur, Vinna kvenna á íslandi t ÍÍOO ár,
sem býr í haginn fyrir þá, sem sinna þessum þætti þjóðarsögunnar. Það er
mikill fengur í að fá rakinn lífsferil Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur á prenti og
kynnast viðhorfum verkakonu til starfs og verkalýðsforystu, jafnframt því að
fá fram viðhorf verkalýðsforingjans til manna og málefna.
Lífssögu baráttukonu er skipt í þrjá þætti. Fyrsti þáttur ber heitið „Barn og
ung kona“, annar þáttur „’Bara' húsmóðir" og þriðji þáttur „í verkalýðsbar-
áttu“. Þættimir þrír skiptast síðan í kafla, sem eru 32 talsins. Framan við
þættina er efni hvers kafla um sig lýst í hnotskurn. Aftan við meginmál er
kafli um vinnubrögð og heimildir. Þar kemur fram, að Inga Huld og
Aðalheiður hafa þekkst í rúman áratug. Ennfremur að vinátta þeirra hafi
komið að góðu gagni, þegar Inga Huld skrifaði bókina Hélstu að liftð vœri
svona?, viðtalsbók við tíu verkakonur í Reykjavík, sem kom út hjá Iðunni
1981. Þá var Inga Huld löngu kunn fyrir viðtöl sín. Hún var því vel kunnug
starfsvettvangi Aðalheiðar, þegar hún hófst handa, og hverju greina skyldi
frá.
Fram kemur, að Inga Huld hélt með „minnispunkta og nokkrar blaðagrein-
ar“ eftir Aðalheiði í júnímánuði 1985 út í Stórhöfða í Vestmannaeyjum...
þar sem ég reyndi að setja saman eins trúverðuga mynd og ég gat af