Saga - 1986, Side 302
300
RITFREGNIR
persónuleika hennar og ævi.“ (229) í Vestmannaeyjum leitaði hún fanga hjá
fólki, sem þekkti Aðalheiði vel frá dvöl hennar þar. Auk prentaðra heimilda af
ýmsu tagi getur hún um greinar eftir Aðalheiði og viðtöl við hana, sem birst
hafa í íslenskum og erlendum blöðum undanfarinn áratug.
í fyrsta þætti bókarinnar, „Barn og ung kona“, segir frá uppvaxtarárum
Aðalheiðar á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þar sem foreldrar hennar bjuggu.
Þar fæddust börnin, sem urðu 20 talsins á 29 árum. Hún fæddist 8. ágúst
1921, sjöunda barnið í röðinni. „Við vorum fátækust af öllum. Það fór ekki
milli mála. Einn vetur komst ég ekki á fætur, því ég átti engin föt að fara í.“
(18) Hún segir á nærfærinn hátt frá foreldrum sínum og systkinum og
heimilislífmu og hvernig allir hjálpuðust að í harðri lífsbaráttunni. Skólaganga
Aðalheiðar varð ekki löng, sjö til átta vikur á vetri fram að fermingu. „Það
var ætlast til að við Bjarnfreðskrakkarnir stæðum okkur vel.“ (47) Á Efri-
Steinsmýri var mikið talað um bækur, sem ýmist voru fengnar að láni eða
eldri bræðurnir komu með þær heim, eftir að þeir voru farnir að fara í verið.
Hana dreymdi um að komast eitt eða tvö ár í unglingaskólann í Vík í Mýrdal.
Sá draumur rættist ekki. Hún telur, að það hafi haft djúp áhrif á lífsviðhorf sitt
upp frá því.
Sextán ára gömul fór hún suður og gerðist vinnukona í Reykjavík. Fjárhag
hennar var þá þannig háttað, að hún varð að fá lánað fyrir fargjaldinu og gat
ekki endurgreitt það fyrr en að þremur árum liðnum. Með því að ráða sig í
vist fetar hún í fótspor flestra kynsystra sinna, sem fluttust úr sveitum í leit að
nýrri lífsleið í höfuðstaðnum. Þetta var árið 1937 í miðri kreppunni, . °S
atvinnuleysið setti mark sitt á allt mannlíf." (53) Þegar hér var komið sögu
var vinnukonustéttinni tekið að fækka svo um munaði með vaxandi iðnaði og
breyttum þjóðfélagsháttum, sem höfðu í för með sér ný störfí verksmiðjum,
verslunum, skrifstofum og skólum, sem konum stóðu nú til boða, en ekki
voru áður fyrir hendi. Enn var þó vinnukonustéttin fjölmennasta stétt launa-
vinnandi kvenna á fslandi, fór síðan hraðfækkandi fram yfir síðari heims-
styrjöld og hvarfloks eins og dögg fyrir sólu. Enda þótt Aðalheiður hafi verið
heppnari en margar aðrar með vistirnar í Reykjavík, bendir hún líklega á réttu
atriðin, sem framar öðru leiddu til fækkunar vinnukvenna. Það var m.a. óviss
vinnutími, fáar frístundir og náið samband við húsmóður. Kaupið var lágt,
launin fyrsta árið voru 25 krónur á mánuði, en þá kostuðu „góðir götuskór
18 krónur.
Trú lífsskoðun sinni á þessum árum gekk Aðalheiður í Félag ungra
kommúnista og sótti fundi vestur á Grímsstaðaholti og ætlaði að frelsa
heiminn. En borgin fylltist af breskum dátum, og hún undi ekki lengur i
höfuðstaðnum og réð sig sem vinnukonu austur í sveitir. Þaðan hélt hún 1942
til Vestmannaeyja, þar sem hún varð fyrst verulega meðvituð um launamis-