Saga - 1986, Blaðsíða 303
RITFREGNIR
301
rétti karla og kvenna og hóf afskipti af verkalýðsbaráttu, sem hún hefur verið
þátttakandi í síðan. Enda þótt í Vestmannaeyjum væri þá greitt hærra kaup
fyrir fiskþvott en annars staðar á landinu, var kaup kvenna þriðjungi lægra en
karla. Þarna kynntist hún mörgum, stéttvísu verkafólki og atvinnurekend-
um, gekk í Verkakvennafélagið Snót, vann í fiskvinnu og hafði meira upp úr
sér en áður. Hún giftist, fór að byggja, varð formaður í Snót 23 ára, nýgift og
barnshafandi og sat í barnaverndarnefnd. Hún var smátíma í bxjarstjóm fyrir
Sósíalistaflokkinn og talaði í fyrsta sinn á útifundi. Verkalýðsátök voru hörð á
fimmta áratugnum, og 1947 urðu átök, þegar verkamenn fengu kauphækkun
samkvæmt nýjum Dagsbrúnarsamningum en verkakonum var neitað um
hækkun. Félagið náði þó heildarsamningum við atvinnurekendur og var í
fyrsta sinn viðurkennt sem samningsaðili. í Vestmannaeyjum fékk hún andúð
á flokksræði vegna deilna kommúnista og alþýðuflokksmanna innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
f Vestmannaeyjum veiktist hún af berklum og átti í baráttu við þann
sjúkdóm í mörg ár. Maður hennar veiktist líka og þau misstu ungan son úr
berklum. Aðalheiði tókst að sigrast á sjúkdómnum, en heilsa hennar hefur
ekki beðið þess bætur.
Annar þáttur bókarinnar ber heitið „’Bara‘ húsmóðir". Frá Vestmannaeyj-
um lá leiðin til Reykjavíkur. Heimili Aðalheiðar var næstu árin í úthverfum
bæjarins og segir hún frá kjörum fólks, sem þau byggðu á þessum árum.
Þeim tókst að eignast lítið hús í Smálöndum í Mosfellssveit og hugðust reka
þar lítið bú. Það gekk ekki eins og þau höfðu vonað, og urðu hjónin bæði að
leita sér að annarri vinnu. Þarna bjuggu þau í fáein ár, en seldu síðan húsið
vegna þess m.a. að elsta dóttirin var komin í unglingaskóla og samgöngur við
bæinn voru lélegar. Keyptu þau þá lítinn sumarbústað við Álfhólsveg í
Kópavogi og með dugnaði tókst Aðalheiði meira að segja að eignast bíl.
Sumarbústaðinn seldu þau fyrir gott verð og leiðin lá í kofa í Skerjafirði.
Hjónabandið endaði með skilnaði. Aðalheiður stóð þá uppi einstæð móðir
með þrjú böm á aldrinum fjögurra til fimmtán ára og 200 krónur í peningum.
Sá hún fjölskyldunni farborða, fyrst sem bréfberi og svo tóku skúringarnar
við. Til að geta verið meira með börnum sínum réð hún sig sem ráðskonu í
sveit, að Köldukinn í Holtum. Nokkru síðar giftist hún bóndanum, Guðsteini
t’orsteinssyni. Búskapurinn gekk vel í fyrstu og hún fór að skrifa í héraðs-
blöðin. Eftir ellefu ára búskap bragðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur í
þriggja herbergja íbúð á Kleppsveginum þar sem þau búa enn. Hún fór að
vinna hjá Sláturfélaginu og SÍS, eins og algengt var um fólk, sem fluttist úr
sveitum, „... og dæmdist þannig sjálfkrafa til erfiðrar vinnu og lægstu launa.“
(107) Þá fann hún glöggt, að stéttarvitund kvenna var ekki eins sterk og karla.
Hún fékk laun eftir byrjunartaxta þótt hún væri að vinna störf, sem hún hafði