Saga - 1986, Qupperneq 304
302
RITFREGNIR
unnið frá barnæsku, að búa til slátur, kæfu og rúllupylsu. Hún breytti um og
fór að vinna við heimilishjálp fyrir aldraða og vann við það þar til hún varð
formaður í Sókn.
Sameinuðu þjóðirnar létu boð út ganga, að árið 1975 skyldi verða alþjóð-
legt kvennaár og 24. október alþjóðlegur kvennadagur. Pessi ákvörðun leiddi
til þess, að víða um lönd var hafist handa um hvers konar kannanir á kjörum
kvenna. Ráðstefnur og fundir voru haldnir sem Aðalheiður sótti af kappi því
nær sem dró kvennadeginum. Hugmyndin um kvennafrí, þar sem konur
legðu niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, kom fram
og hún var kosin í framkvæmdanefnd. Líklega hafa íslenskar konur hvorki
fyrr né síðar sýnt meiri samvinnu og samstöðu en á þeim degi. Dagurinn
hefði ekki orðið slíkur sem hann varð hefði ekki komið til skipulagningin og
undirbúningurinn, sem Aðalheiður átti sinn veigamikla þátt í. Þarf ekki að
orðlengja það, á þeim degi varð hún landsfræg og rödd hennar heyrðist langt
úr fyrir landsteinana. „Mér fannst ég tala röddu allra kvenna á íslandi, röddu,
sem hafði verið kæfð í ellefu hundruð ár.“ (124) Sterka, hrjúfa röddin hennar
náði inn að hjörtum hinna 25 þúsund kvenna (og nokkurra karla) sem á
fundinum voru — og margra fleiri um allt land. Og fundurinn vakti heims-
athygli.
En fljótlega skildi að með konum og kvennafrídeginum fylgdi bakslag, sem
Aðalheiður telur, að ekki hefði þurft að gerast. Þróunin hélt áfram, giftu
konunum hélt áfram að fjölga á vinnumarkaði, en lítið miðaði í átt að
launajöfnuði karla og kvenna.
Þriðji og síðasti þáttur bókarinnar nefnist „í verkalýðsbaráttu". Þar hefði
ég kosið, að Inga Huld hefði greint frá upphafi Starfsmannafélagsins Sóknar,
sem Aðalheiður tók við formennsku í í febrúar 1976. Ég get ekki stillt mig um
að geta hér um upphaf kjarabaráttu íslenskra verkakvenna. Skömmu eftir að
Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað 1906 kom fram tillaga um að stofna
kvennadeild innan félagsins, en hún var felld. Þótti ekki taka því að beita sér
fyrir hagsmunum verkakvenna. Liðu svo átta ár, þangað til fyrsta verka-
kvennafélag á íslandi, Verkakvennafélagið Framsókn, var stofnað að tilhlutan
Kvenréttindafélags íslands í Reykjavík 1914. Var það eina félagið af því tagi í
Reykjavík næstu 18 árin, eða þar til Þvottakvennafélagið Freyja var stofnað
1932. Á tímabilinu höfðu verkakonur á nokkrum stöðum á landinu haft
forgöngu um stofnun félaga: á Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Hafnarfirði,
Vestmannaeyjum og Sauðárkróki. Að auki voru víða starfandi félög, sem
voru sameiginleg báðum kynjum. Á fjórða áratugnum var hafin barátta fyrir
stofnun stéttarfélaga og stofnuð voru Félag afgreiðslustúlkna í brauð- og
mjólkurbúðum, ASB, 1933 og Starfsstúlknafélagið Sókn, 1934. Stofnendur
Sóknar voru 26 stúlkur frá fjórum sjúkrahúsum og var fyrsti formaður
Aðalheiður Hólm, sem þá var 18 ára að aldri. Hún lagði frá upphafi áherslu á,