Saga - 1986, Blaðsíða 305
RITFREGNIR
303
að stúlkur þyrftu á menntun að halda til að þær yrðu starfi sínu vaxnar, og
beitti sér í þeim efnum, m.a. á landsfundi Kvenréttindafélags íslands 1938.
Sókn beitti sér fyrstu árin fyrir hagsmunamálum vinnukvenna, en þær
stofnuðu aldrei sérstakt stéttarfélag á fslandi, gagnstætt því sem var í ná-
grannalöndum okkar. Raunar áttu þau þar erfitt uppdráttar og urðu aldrei
langlíf, en leiddu til stofnunar húsmæðrafélaga, sem eru nú fjölmennustu
kvenfélög á Norðurlöndum. Skömmu eftir stofnun Sóknar fengu félagskonur
laun í veikindum allt að sex vikur og ókeypis lyf. „Það var óheyrt hjá
verkafólki í þá daga.“ (155) Félagið hefur verið í fararbroddi með lengra
sjúkra- og fæðingarorlof, og varð fyrst til að semja um rétt foreldra til að vera
heima hjá veikum börnum.
Margvíslegir erfiðleikar urðu á vegi fyrstu verkakvennafélaganna, fleiri og
meiri en félaga verkamanna. Líklega voru lífseigustu erfiðleikarnir þeir, að í
augum kvenna jafnt sem karla var starf á eigin heimili aðalstarf kvenna, og
launuð atvinna var talin vera tímabundið fyrirbæri fyrir giftingu. Ríkjandi
voru hefðbundnar hugmyndir um stöðu og hlutverk kvenna og ein fyrirvinna
átti að nægja hverju heimili. Og það var karlmaðurinn, sem átti að sjá fyrir sér
og sínum. Illa gekk því að fá konur til að ganga í félögin jafnframt því sem
raunverulegan vilja skorti innan verkalýðshreyfingarinnar að halda fram
kröfum um launajafnrétti.
Félagar í Sókn eru konur og nú nokkrir karlar, sem starfa við ræstingar á
sjúkrahúsum og elliheimilum, við gæslu á barnaheimilum og leikskólum og
við heimilishjálp og umönnun sjúkra og aldraðra. Það eru því sömu störf og
konur hafa í tímans rás unnið inni á heimilum, hin svonefndu hefðbundnu
kvennastörf.
Þegar Aðalheiður tók við formennsku í félaginu var ófriðsamlegt á vinnu-
markaði og nýir kjarasamningar voru í mótun. Hún lenti beint í tvöföldum
kjarasamningum. Á þeim rúmum fjórum áratugum, sem liðnir voru frá
stofnun félagsins, höfðu afdrifaríkar breytingar orðið á íslensku samfélagi.
Atvinnuþátttaka giftra kvenna hafði aukist mikið og breytt viðhorf voru
orðin til vinnu þeirra utan heimilis. Umönnun sjúkra og aldraðra fór ekki
lengur fram innan veggja heimilanna, en hafði færst yfir á stofnanir ríkis og
bæja. Vinnukonur voru horfin stétt og félögum í Sókn fór fjölgandi. Mest
hefur félaginu orðið ágengt í að ná fram ýmiss konar réttindum. Til skamms
tírna var starfsþjálfun húsmæðra á eigin heimili ekki metin þegar þær fóru út í
atvinnulífið á ný. Samningar Sóknar 1976 mörkuðu upphaf að því að meta
starfsreynslu húsmæðra, sem töldust nú ekki lengur byijendur í starfi. Þetta
felur í sér viðurkenningu á heimilisstörfum og hækkun á launum margra
kvenna. Þetta var nýjung og fordæmi, sem önnur félög fylgdu síðan. Matið
hækkaði úr einu upp í fjögur ár 1979.
Strax fyrsta árið beitti Aðalheiður sér fyrir því, að gerð var könnun á