Saga - 1986, Síða 306
304
RITFREGNIR
kjörum kvenna í félaginu. Auður Styrkársdóttir gerði þá könnun og voru
niðurstöður prentaðar og sendar öllum þingmönnum. Bæklingurinn Könnun
á lífskjörum og högum Sóknarkvenna, Reykjavík 1977, hefur víða farið og er
sífellt í endurprentun. Árið 1983 létu Sókn og Framsókn gera launakönnun
innan fjórtán ASÍ félaga um allt land. Niðurstöður leiddu til nokkurra
kjarabóta einstæðra foreldra. Þar kom glöggt fram, að störf kvenna voru mun
lægra launuð en störf karla.
Formannsár Aðalheiðar hafa oft verið stormasöm. Hún dregur ekki dul á
skoðanir sínar og viðhorf til verkalýðsforystunnar og svipast um á pólitískum
vettvangi. Brýnast er að hennar mati aukin verkmenntun, fullorðinsfræðsla
og endurmat á störfum kvenna.
Inga Huld skrifar gott mál og skemmtilegt og engum leiðist við lesturinn.
Það er lítill vafi á því, að saga þessarar stórhuga baráttukonu muni reynast
góð heimild um lífskjör verkakvenna, sem margir eigi eftir að leita fanga í.
Sigríður Th. Erlendsdóttir
Elsa E. Guðjónsson: ÍSLENSKUR ÚTSAUMUR. Ver-
öld, Reykjavík 1985. 96 bls., myndir, sjónablöð.
Á síðastliðnu ári (1985) kom út hjá bókaforlaginu Veröld bókin íslenskur
útsaumur. Hún ber það með sér strax við fyrstu sýn að vera talsvert sérstæð
meðal útgefinna bóka hér á landi. Er það fyrir margra hluta sakir. Hún fjallar
um íslenskar hannyrðir svo langt aftur sem saga þeirra verður rakin og fram a
þessa öld, eða um fimm alda skeið, og er tileinkuð „íslenskum hannyrða
konum og hannyrðakennurum". Engum sem þekkir til starfa Elsu E. Guð-
jónsson mun koma á óvart að hér er á ferð afar vandað verk, unnið af
framúrskarandi vandvirkni, elju og þekkingu á þessu fræðasviði.
Bókin skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn nefnist „Saga og saumgerð-
ir“. í honum er meðal annars fjallað um hannyrðir þær sem varðveittar eru i
Þjóðminjasafni íslands, útsaumsmunstur, efni og útsaumsgerðir. Þar er að
finna nákvæmar verklýsingar á mörgum gömlum saumgerðum, svo sem 3
refilsaumi,glitsaumi, skakkagliti, gamla krosssauminum, augnsaumi, peU"
saumi, sprangi, blómstursaumi, skatteringu o.fl. Þá er kaflinn „Hannyrða-
konur og hannyrðasetur", og er hann skemmtilegur aflestrar og fróðlegur,
enda segir þar frá sögu hannyrðanna. Eini gallinn sem hægt væri að finna a
honum, og sagnfræðingar munu kannski telja, er sá að hann hefði mátt vera
lengri og ítarlegri, svo að lesendur hefðu átt þess kost að fræðast meira um
þetta efni. En riti þessu er ætlað að flytja almenningi fróðleik um gamlar
hannyrðir, sumar allt frá miðöldum, og vera jafnframt kennslubók í saumaað-