Saga - 1986, Page 307
RITFREGNIR
305
ferðum, sem höfundur hefur sjálfur grafið upp sumar hverjar með vísinda-
legri þrautseigju og nákvæmni í áratuga starfi sínu við rannsóknir og vörslu
þessara muna á Þjóðmiðnjasafninu. Ég held því að hér hafi tekist mjög vel til.
Þessi sögulegi kafli er stuttorður en gagnorður um hvern hlut og þær
persónur sem honum tengjast. Heimildir eru raktar og gerð grein fyrir þeim
svo sem unnt er, engar málalengingar eða vangaveltur, heldur aðeins beinar
staðreyndir látnar tala og hóflegur fróðleikur borinn á borð fyrir lesendur. Þá
fylgir löng ritaskrá, þar sem getið er margra fræðirita um þetta efni, svo að
fróðleiksfúsir lesendur geta leitað þangað til frekari fanga.
Síðari hluti bókarinnar ber nafnið „Sjónablöð". Þar er að finna myndir af
nokkrum af þeim munstrum sem prýða hina ýmsu muni, sem áður er greint
frá í bókinni, auk margra annarra munstra úr gömlum sjónabókum í eigu
Þjóðminjasafns. Alls eru þetta 24 blaðsíður af munstrum, teiknuðum upp á
rúðupappír, auk þess skrá yfir sjónablöðin, þar sem gerð er grein fyrir þeim,
hvaðan þau eru og hve gömul, og ennfremur skýringar á litatáknum þeim
sem um er að ræða á myndunum, ásamt með númerum á D.M.C. útsaums-
garni til hægðarauka fyrir þá sem nota munstrin til að sauma eftir þeim. Þetta
er vissulega mikill fengur og gefur lesendum mun gleggri mynd af einstökum
munum.
Bók þessi veitir lesanda sýn inn í daglegt líf og störf íslenskra kvenna allt
aftur í miðaldir. Allir þeir mörgu gestir sem litast hafa um í sölum Þjóðminja-
safnsins hafa vafalaust hrifist ósjálfrátt aftur í aldir á vit forfeðra okkar innan
um hina mörgu og fallegu hluti sem þar er að finna frá liðnum kynslóðum. En
fátt ber skýrara vitni um hugðarefni og störf íslenskra kvenna fyrr á tíð en þeir
mörgu handunnu munir sem þar er að sjá. í aðfararorðum bókarinnar segir:
Engum sem gengur um sali Þjóðminjasafns íslands dylst að íslenskar
konur fyrri alda höfðu yndi af fögrum hannyrðum og lögðu við þær
mikla rækt. Um það bera altarisklæði, rekkjutjöld og rúmábreiður
Ijóst vitni, þótt ekki sé fleira talið. Flest eru þessi útsaumsverk með
glöggum íslenskum sérkennum. Á það ekki aðeins við um munstur,
efni og litaval, heldur einnig um notkun útsaumsgerða. (6)
Auðséð er að Elsa hefur lagt mikla elju í að grafast fyrir um gamlar aðferðir
við ýmsar saumgerðir, og getur hún þvf veitt margvíslegan fróðleik um
þróun þá sem orðið hefur í þessum efnum. Og þessi rannsókn hennar veitir
tnönnum einnig sýn inn á önnur sögusvið, svo sem t.d. efnis- og vöruval á
hverri öld og þá um leið hvaða möguleika konur höfðu til hannyrða.
I kaflanum „Efni og útsaumsgerðir" sem er lengsti kafli bókarinnar eru
þessu gerð mjög góð skil, og myndirnar sem fylgja hverri saumgerð eru
einstaklega skýrar og auðveldar að fara eftir. Munu þær áreiðanlega létta
mörgum konum störfin og örva þær til að sauma nýjar hannyrðir, byggðar á
gómlum aðferðum og munstrum af þjóðlegum uppruna.
20