Saga - 1986, Qupperneq 308
306
RITFREGNIR
Þegar við gerum okkur grein fyrir því hve íslenskir hannyrðamunir frá
fyrri tíð hafa víða borist, má ljóst vera hve miklar og margvíslegar hannyrðir
íslenskar konur fyrri alda hafa stundað. Þessir munir hafa vakið athygli
ferðamanna hér og borist til ýmissa merkra safna erlendis. Mesta safn þeirra
utan íslands er í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn, en einnig eru góðir
gripir í Nordiska Museet í Stokkhólmi, Victoria and Albert Museum í
London, Royal Scottish Museum í Edinborg, Musée de Cluny í París og
Rijksmuseum Twenthe í Enschede í Hollandi. Elstu munirnir eru kirkjugrip-
ir, en frá byrjun 17. aldar eru bæði til kirkjulegar og veraldlegar hannyrðir.
Sex útsaumsgerðir eru taldar einkennandi fyrir gamlan íslenskan útsaum,
þ.e. refilsaumur, glitsaumur, skakkaglit, gamli krosssaumur eða fléttusaum-
ur, augnsaumur og blómstursaumur. Getur höfundur þess að merking gam-
alla íslenskra útsaumsorða sé í nokkrum tilvikum óviss, en rannsóknir síðustu
áratuga, svo sem samanburður á vísitasíum og skiptabréfum við varðveitta
muni hafi orðið til þess að skýra merkingu, og gleymd heiti hafi verið tekin
upp að nýju. Hygg ég að Elsa eigi þarna langdrýgstan hlut að máli, enda bera
tilvitnanir í ritaskrá það með sér, að hún hefur verið ótrúlega ötul að rita um
íslenskar hannyrðir og sögu þeirra, bæði á innlendum vettvangi og greinar í
erlend fræðirit. Af 63 ritum og greinum sem vitnað er til er hún sjálf höfundur
að 27 ritum og ritgerðum. Fjalla þau um hin margvíslegustu efni sem við
koma íslenskum hannyrðum, gerð þeirra og sögu.
í kaflanum „Útsaumsmunstur" er gerð grein fyrir einkennum, uppruna og
skyldleika munstranna. Þar segir m.a.:
íslensk útsaumsmunstur einkennast fyrst og fremst af hringreitum og
marghyrndum reitum er skipta fletinum og umlykja myndir af dýrum
og plöntum og ýmiss konar mannamyndir, meðal annars úr biblíunni
og ævum helgra manna. Þessa reitaskiptingu flatarins má rekja til
útofinna býsanskra silkidúka og reyndar enn lengra aftur í tímann. Var
munsturgerð af þessu tagi mjög útbreidd í Norður-Evrópu á miðöld-
um, en mótaðist á íslandi á sérstæðan hátt og hélt hér velli allt fram á
19. öld. (9)
Þá hefur Elsa bent á það áður, hve uppdrættir útsaumsverkanna fra
miðöldum séu skyldir lýsingum (skreytingum) í íslenskum handritum, og
telur hún líklegt að handritalýsingar hafi verið hafðar sem fyrirmynd við gerð
útsaumsmunstra. Til þess bendi t.d. Teiktiibókin svonefnda í Árnasafni í
Kaupmannahöfn (AM 763a, 4to), (sjá bls. 10), en myndir hennar hafa verið
tímasettar frá um 1325 — 1500. í henni eru uppdrættir sem virðast hafa verið
ætlaðir til útsaums, og eru sumir náskyldir myndum á varðveittum klæðum.
Er hér átt við skyldleika við altarisklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal (6.
mynd bókarinnar) og einnig skyldleika við mynd er sýnir dauða heilags
Marteins á refilsaumuðu altarisklæði frá Grenjaðarstað, en það er nú í París, og