Saga - 1986, Side 310
308
RITFREGNIR
bókinni, og geta þeir borið okkur í huganum inn í fáskrúðugar og lágreistar
kirkjur fyrri alda, sem hafa þó engu að síður átt ýmsa sérstæða og fagra gripi.
Hygg ég að margir lesendur muni hugsa með þakklæti til höfundar fyrir að
hafa rannsakað og kynnt svo vel þessa merkilegu hluti sem bókin greinir frá
og dregið saman margvíslegan fróðleik um þá.
Talið er að aðallega hafi það verið svonefndar heldrimanna konur sem
stundað hafi hannyrðir, þótt litla vitneskju sé að hafa um hin elstu klæði sem
varðveitt eru frá miðöldum. Pá hafi útsaumur verið stundaður á biskups-
setrunum báðum, þótt reyndar skorti beinar heimildir um það frá Skálholti.
Getið er sérstaklega um útsaum í Sögu Jóns biskups Ögmundssonar. í yngri gerð
sögunnar, frá fyrri hluta 14. aldar, segir frá „hreinferðugri úngfrú" Ingunni
sem var í „fræðinæmi" á Hólum. Var hún sögð vel að sér í bóklistum, kenndi
„grammaticam" og rétti auk þess latínubækur „svo að hún lét lesa fyrir sér, en
hún sjálf saumaði, tefldi eða vann aðrar hannyrðir með heilagra manna
sögum, kynnandi mönnum guðsdýrð eigi aðeins með orðum munnnáms,
heldur og með verkum handanna".
Kaflinn „Hannyrðakonur og hannyrðasetur" er líklega sá kafli sem margir
hafa mesta ánægju af að lesa. Eru þar raktar helstu heimildir sem til eru um
hannyrðakonur og hannyrðir þeirra. Eftir að nunnuklaustrin í Kirkjubæ og á
Stað í Reynisnesi voru stofnuð hafa þar risið áhrifamikil hannyrðasetur auk
biskupsstólanna. Heimildir segja frá ungum stúlkum sem komið var til náms í
klaustrin. Annálsgrein frá 1405 ber vitni um að nunnuklaustrin hafi staðið að
framleiðslu skrautdúka. Höfundur gerir ítarlega grein fyrir því í þessum kafla,
hvernig hægt er að rekja tengsl ýmissa hinna helstu hannyrðamuna til
ákveðinna kvenna, ára og dvalarstaða þeirra eftir margvíslegum heimildum.
Til dæmis er í próventusamningi frá 1489—90, sem hjón nokkur gerðu við
ábótann í Munkaþverárklaustri, kveðið svo á að konan skyldi sauma eitt
áklæði á hverju ári meðan ábótinn ríkti. Ber þetta auðvitað vitni um að
alþýðukonur hafa líka stundað hannyrðir, svo sem einnig er vitað af mörgum
varðveittum munum.
Þá telur höfundur ljóst vera að launuð vinna við hannyrðir hafi verið
stunduð hér á miðöldum, enda er verðlag á útsaumi, þ.e. á hveija saumaða
alin aflíni, tilgreint í handriti af Búalögum frá s.hl. 15. aldar. Einnig telur Elsa
að ákvæði í öðru handriti, um 100 árum yngra, af Búalögum gæti bent til þess
að útsaumuð veggtjöld og áklæði hafi á síðmiðöldum verið að meira eða
minna leyti stöðluð vara, framleidd eftir pöntun. Vitað er einnig að Helga
Sigurðardóttir, fylgikona Jóns biskups Arasonar, vann að saumum fynr
þóknun. í próventubréfi hennar frá 1526 segir að biskup hafi mælt svo fyrir að
hún „skyldi sauma heilagri Hóladómkirkju á hverju ári til tíu aura meðan hún
væri til fær“. Er það talið geta svarað til refilsaumaðs altarisklæðis. f Sigurð-
arregistri kemur fram að Jón Arason hafi á biskupstíð sinni lagt Hólakirkju til