Saga - 1986, Blaðsíða 311
RITFREGNIR
309
sjö eða átta refilsaumuð altarisklæði, auk nokkurra annarra útsaumaðra
kirkjuklæða sem trúlega voru íslensk verk, þeirra á meðal tvenna altarisvængi
með sprangi. Telur Elsa ástæðu til að ætla að þijú eða fjögur verk sem
varðveitt eru, m.a. klæðin frá Draflastöðum og Hólum, hafi verið unnin á
Hólum af Helgu eða undir hennar umsjá. Þá er talið að Þóra Tumasdóttir,
dótturdóttir hennar, hafi líklega saumað tvo altarisvængi sem enn héngu í
Hóladómkirkju 1725, en eru nú glataðir.
Eftir siðaskiptin þegar klaustrin voru aflögð verða heimili embættismanna
og efnafólks miðstöðvar útsaumslistar. Jón Espólín tilgreinir í Árbókum sínum
við árið 1656, er hann skrifar um aldarsið á ofanverðri 17. öld, að uppeldi hafi
verið „strangt hjá hinum heldri mönnum" og að það hafi verið tíska með
þeim að kenna konum hannyrðir. í heimild frá s.hl. 18. aldar segir að
Þorlákur Skúlason biskup hafi fengið „velkunnandi kvenmann frá Englandi"
til þess að kenna einkadóttur sinni Elínu „kvenlegar listir".
Rakin er saga hannyrðanáms, svo sem þess virðist kostur. Til er heilræða-
kvæði eftir Stefán Ólafsson skáld er hann orti um 1654 til Guðríðar Gísladótt-
ur (Vísa-Gísla) er síðar varð frú Þórðar biskups Þorlákssonar í Skálholti. Eru í
kvæðinu taldar upp allar þær kvenlegu listir sem skáldið vonast til að litla
stúlkan tileinki sér. Eru þar tilgreindar auk algengrar tóvinnu, pijóns, vefnað-
ar og fatasaums, níu eða tíu tegundir sauma. Vitað er að Guðríður lét gera
tjald um stofuna á Hlíðarenda um 1696—97, en á því voru vísur er Páll Vídalín
orti á það gagngert. Þá er rakin saga tveggja altarisklæða sem talin eru til
vitnis um hannyrðanám ungra stúlkna á 17. öld. Eru þau kennd annað við
Háls í Fnjóskadal en hitt við Laufás. Er það með áletrun sem segir að
Ragnheiður Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni klæðið 1694 fyrir legstað móður
sinnar. Er hér um að ræða hina mikilvirku hannyrðakonu Ragnheiði Jónsdótt-
ur Arasonar í Vatnsfirði, er gift var tveim Hólabiskupum. í vísitasíum
nokkurra kirkna á Norðurlandi frá 17. og 18. öld eru nefndir útsaumsgripir,
komnir frá Ragnheiði og merktir henni. Er hún talin hafa verið orðlagður
hannyrðakennari og hafði ungar stúlkur í læri. f manntalinu 1703 eru skráðar
hjá henni í Gröf á Höfðaströnd fjórar ungar stúlkur sem hún mun hafa kennt.
Þorbjörg Magnúsdóttir, bróðurdóttir hennar, er giftist Páli lögmanni Vída-
lín, mun einnig hafa lært hjá henni. Fleiri hannyrðakonur eru þekktar frá
svipuðum tíma og vitað er um nokkur menningarheimili er voru eins konar
hannyrðaskólar þess tíma. Ekki er unnt að rekja hér allan þann sögulega
fróðleik um hannyrðir sem finna má í þessari bók.
Elsa telur að þó að það hafi einkum verið efnameiri konur sem gátu veitt sér
þann munað að stunda útsaum, þá sé greinilegt af varðveittum munum að
alþýðukonum hafi einnig, stundum að minnsta kosti, gefist tækifæri til slíkrar
listiðju. Nefnir hún sem dæmi ábreiðu, unna af Ólöfu Jónsdóttur bóndakonu í
Hellisfirði, og einstætt sessuborð, saumað með tígullaga augnsaumi af Herdísi