Saga - 1986, Side 314
312
RITFREGNIR
lýsing á manninum sjálfum, Vilmundi Jónssyni; útgefandi hefur tekið þann
kost að láta hann sjálfan lýsa sér í ritsmíðum sínum, enda miklu betri kostur,
að lesendur sem ekki þekktu Vilmund njóti verka hans án fyrirfram mótaðra
hugmynda um höfundinn.
Efni þessara bóka er skipað í flokka. í fyrra bindi, sem er 379 blaðsíður, eru
þessir efnisflokkar: Minningaþœttir, Eftirmœli, Sagnaþœttir, Laust og bundið og
íslenzkt mál. í síðara bindi, sem er nálega jafnstórt hinu fyrra, eru þessir
flokkar: Stjórnmál, Heilbrigðismál, Bréf og að lokum eru svo nafnaskrá,
mannanöfn sér á tæpum 19 blaðsíðum og staðanöfn á rúmum 12 blaðsíðum.
Framan við hvem flokk er aukatitilblað. Þessu efni er ekki hent í bækurnar af
handahófi, heldur er hér valið saman það sem saman á, og sá flokkurinn settur
fremst í fyrra bindi, sem mesta hnossgætið geymir.
Minningaþættir (I 11 — 147) eru tíu þættir, færðir í letur á árunum 1949—58,
og er dagsetning á eftir hveijum þætti, rétt eins og hver þeirra sé saminn á
einum degi, sem ég rengi ekki að geti verið rétt, þó að ég hefði haldið að
meira væri en dagsverk að koma hverjum þessara þátta í þann búning sem
raun ber vitni, búning sem er gersamlega laus við allt pijál og tilgerð,
einfaldur, en samt sem áður mótaður af list manns sem hefur málið á valdi
sínu og kann að beita því, getur sagt það sem segja þarf með orðafari sem er
eftirminnilegt og kemur vafningalaust til skila boðum frá manni til manns, en
það er inntak allra lista og listnautnar. í þessum þáttum eru mannlýsingar og
mannlífslýsingar eins og þær gerast bestar á bókum, sumar átakanlegar,
sumar skoplegar, aðrar mótaðar af hlýjum huga þess sem ekki hefur einvörð-
ungu horft á mannlífið með prakkaralegu glotti, heldur einnig með djúpum
skilningi, skilningi sem oft er ekki sársaukalaus. Enginn þessara þátta hefur
áður birst á prenti, en margir kunningjar Vilmundar munu kannast við
ýmislegt sem þar segir af munnlegum frásögnum hans sjálfs. f þessum þáttum
kemur í ljós, að Vilmundur hefur verið einn af þeim fágætu mönnum sem eru
jafnvígir á munnlegar frásagnir og ritað mál. Og raunar fannst mér, þegar ég
las þessa þætti, að karlinn væri sjálfur kominn inn á pall til mín og saknaði
þess eins að fá ekki að sjá meira á prenti af því sem ég hafði heyrt hann segja
frá. Ég geri lítinn mun á þessum þáttum, en mundi þó velja þættina „Hljóður
grátur" og „Eftir messur“ í sýnisbók þess sem best hefur verið skrifað í
óbundnu máli á íslensku, ef ég ætti að ráða efni í þvílíka bók.
Næsti kafli, Eftirmæli (I 149—55) er dánarminning Sigríðar Elísabetar
Árnadóttur frá Hvammkoti, sem ein komst af þegar systkini hennar tvö
drukknuðu í Kópavogslæk vorið 1874. Af þeim atburði orti Matthías
Jochumsson kvæðið Bömin frá Hvammkoti. Þetta er eina dánarminningin sem
Vilmundur skrifaði um ævina (sjá Formála, I 5); hún hefur verið tekin upp í
ritsafnið íslenzkar úrvalsgreinar I, Reykjavík 1976, bls. 113—16, og ekki að
ástæðulausu.