Saga - 1986, Síða 315
RITFREGNIR
313
f flokknum Sagnaþættir (I 157—290) eru frásagnir af ýmsum toga, sem
Vilmundur hefur skráð eftir fólki: fyrirburðasögur, svipmyndir af einstökum
atvikum, sagnir afsérkennilegum mönnum og fleira, þar á meðal eftirgrennsl-
an Vilmundar um það, hver mundi vera maður sá, uppalinn í Vallahreppi á
Fljótsdalshéraði, sem sagði Magnúsi Bjarnasyni á Hnappavöllum söguna af
Valtý á grænni treyju. Og þar er Vilmundur lifandi kominn: forvitinn um
uppruna fróðleiks og höfunda skáldskapar sem einhvers er verður og
óþreytandi að grafast fyrir um vitneskju sem óhætt væri að treysta. í þetta
sinn var hann heppinn, og verður ekki betur séð en að honum hafi tekist að
finna það sem leitað var að. En auðvitað gat hann ekki setið á sér að gefa
samtímamönnum sínum smáolnbogaskot í leiðinni: „... allur skáldskapur er
fyrst og fremst blekking og að jafnaði því betri skáldskapur, því fullkomnari
sem blekkingin er. (Skýringu þessari á skáldskap er hnuplað frá Halldóri
Kiljan í því trausti, að eignarréttur hans á henni sé ekki skilyrðislaust
friðhelgur.)" (I 247.) „Um Halldór þenna Jakobsson mun nú lítið verða vitað
umfram það, sem hér hefur verið sagt, enda ekki ótítt um fyrri tíma höfunda
íslenzka, að fátt segi af þeim. (Þeir bæta það upp, nútímahöfundarnir.)“ (I
251.) „En vilji einhver fá sögu þessa rakta lengra aftur í aldir, ræð ég honum
til að koma sér vel við Stein Dofra, því að hann veit ég manna vísastan til að
taka þar upp söguþráð, er aðrir enda.“ (I 252. Þetta er skrifað 1953 sem
blaðagrein.)
I kaflanum Laust og bundið (I 291—322) er sundurleitt efni: ritsmíð frá
menntaskólaárum höfundar, kvæðiskorn, stökur, gátur og orðaleikir, og
hefur flestu ekki verið ætlað annað hlutverk en að vera dægradvöl vinum og
vandamönnum, en útgefandi hefur með réttu talið að ekki væri ástæða til að
meina öðrum að njóta. Meðal þessa er skilgreining Vilmundar á stíl samtíma-
manna, bæði rithöfunda og fræðimanna: „Nokkrar persónulegar stíltegund-
ir“, sem hingað til hefur einkum varðveist í munnlegri geymd og oft hefur
borið á góma, þar sem rætt hefur verið um stíl á rituðu máli og líklega forðað
mörgum frá að apa stílkæki annarra manna.
Síðasti kafli fyrra bindis er íslenzkt mál (I 323—79), fjórar greinar sem allar
hafa verið prentaðar áður, tvær í Ftjálsri þjóð („Vörn fyrir veiru" 1955 og
„Skinnsokkur og skotthúfa" 1957) og sérprent gert af báðum, og tvær voru
prentaðar í Lœknablaðinu („Thorvaldsen og Oehlenschlager" 1955 og „Orð og
orðaviðhorf' 1959). Greinar þessar eru sígildar, og ein þeirra, „Vörn fyrir
veiru", ein frægasta blaðagrein sem hefur verið skrifuð á íslandi á síðustu
áratugum. f greininni „Thorvaldsen og Oehlenschlager" er læknum lesinn
pistillinn fyrir slæmt málfar; þar í er þessi klausa:
Einhverjir kunna að vilja tefla því fram böngulegu málfari íslenzkra
lækna til nokkurrar afbötunar, að því valdi fremur viljaleysi en getu-
leysi, og örlar á þeirri ætlun í umræddri hugvekju Guðmundar Björns-