Saga - 1986, Qupperneq 317
RITFREGNIR
315
Meginhluti annars bindis er flokkurinn Heilbrigðismál (II 57—248), og
kennir þar margra grasa. Kaflinn hefst á tveimur ræðum um áfengi og áhrif
áfengisnautnar, hin fyrri flutt á ísafirði 1924 á 40 ára afmæli Goodtemplara-
reglunnar, en hin síðari á Alþingi 1932, þegar þar var rétt einu sinni verið að
ræða um áfengt öl. í þeirri ræðu hrekur Vilmundur rök þeirra sem mæltu með
bruggun og sölu áfengs öls á þeirri forsendu, að það mundi draga úr neyslu
sterkari drykkja. En illgresi heimskunnar er lífseigt og sprettur óðara aftur
þótt reynt sé að hrifsa það úr akrinum: þessum sömu rökum fyrir bruggun og
sölu áfengs öls hefur á síðari árum verið hampað æ ofan í æ, bæði innan þings
og utan, enda þótt allar hagskýrslur alls staðar að úr heiminum bendi til hins
gagnstæða og allt annað megi fremur finna áfengu öli til framdráttar en að það
dragi úr neyslu sterkra drykkja, þó ekki væri annað en hvílíkt hnossgæti kæst
skata er með góðu öli.
í þessum kafla eru tvær greinar um Kleppsmálið og eru svör við greinum
sem höfðu birst í Lceknablaðinu og Morgunblaðinu, en svargreinar þessar
neituðu bæði þessi blöð að birta. Þetta var áratugum áður en Morgunblaðið
komst að þeirri sjálfsögðu niðurstöðu, að óheyrileg villimennska væri að loka
pólitíska andstæðinga inni á geðveikrahælum. Annars eru í þessum kafla
greinar um heilsuvemdarstöð í Reykjavík, um vörusvik, þar sem einkum er
Qallað um svik og falsanir í matvælaframleiðslu, um skottulækningar og
hjátrú almennings („Straumur og skjálfti og lögin í landinu" (II 121—63) og
„Umsögn um tillögu um laun til handa Kristjáni Bencdiktssyni" (II 237—44)),
greinar sem kalla má að fjalli um háttvísi lækna, þótt þar sé víða komið við
(„Logið í stállunga" (II 186—99), „Stállungahernaðurinn" (II 200—218) og
„Mýll og miski“ (II 233—36)), og fleira.
Síðasti kafli þessa ritverks er Bréf (II 249—345). í þessum kafla eru prentuð
sendibréf Vilmundar til níu manna, ugglaust valin sem sýnishorn af bréfa-
skrift hans, en einnig vegna þess að þau varpa nokkru ljósi á samskipti hans
við vini og ættingja, þar á meðal nafnkunna menn, svo sem Þórberg
Þórðarson. Einna athyglisverðast af þessum bréfum er bréf til Guðbrands
Magnússonar í 18 köflum, skrifað 18.—27. (?) desember 1914, þar sem meðal
annars er fjallað um leikrit Jóhanns Siguijónssonar, Galdra-Loft, og frumsýn-
ingu þess 26. desember 1914. Bréfin til Þórbergs eru stutt og rétt grillir í þær
brýningar sem Vilmundur beitti við vini sína, þegar hann var að eggja þá til
afreka, sjá bls. 292. í bréfi til Þórhalls Vilmundarsonar er lýst ferð frá Höfn í
Hornafirði til Reykjavíkur í júlí 1935 og er bæði lýsing á sjálfu ferðalaginu,
sem var farið áður en stærstu vötnin á þessari leið voru brúuð, svo og á
staðháttum og fólki sem höfundurinn hitti í ferðinni. En maðurinn sjálfur,
Vilmundur Jónsson, birtist þó líklega hvergi betur ljóslifandi en í bréfi til
Margrétar Magnúsdóttur bóndakonu á Sæborg í Aðalvík, skrifuðu 15. októ-
ber 1945, en Margrét hafði rúmum mánuði áður skrifað honum og meðal