Saga - 1986, Side 320
318
RITFREGNIR
ýmsum stigum verksins og ekki síst þarf að hyggja að nákvæmum sam-
anburði við frumútgáfur. Flest er hér vandlega gert en herslumuninn vantar,
eins og Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur benti réttilega á í ritdómi í
Helgarpóstinum (15. maí 1986). Frágangur bókarinnar til útgáfu ber með sér
nokkurn blæ flausturs og óþolinmæði.
Inngangur Gunnars Thoroddsens er ágætlega við hæfi til minningar um Jón
en lokaorðin eru: ,Jón Þorláksson var einn af yfirburðamönnum þessarar
aldar á fslandi." f eftirmálanum skrifar síðan Hannes m.a.: „Jón Þorláksson
var svo langt á undan sinni samtíð, að það er ekki fyrr en nú, réttum fimmtíu
árum eftir lát hans, sem menn geta skilið hann og metið að verðleikum. Hann
er eins og klettur, sem stendur uppi óbifanlegur, eftir að tímans straumur
hefur tekið annað með sér út í gleymskuna."
Þarna er á ferðinni persónudýrkun af því tagi sem á íslandi virðist helst
bundin við stjórnmálamenn fyrri tíma. Ræður þeirra og rit eru gefin út,
stundum í viðhafnarútgáfum, ævisögur þeirra samdar og viðtalsbækur skrá-
settar, sumar af háskólakennurum í sagnfræði, jafnvel haldnar heilar ráðstefn-
ur um þá. Nýlega var meira að segja gefin út sérstök bók sem er safn ritsmíða
um 16 íslenska stjórnmálamenn — og að sjálfsögðu birtast þeir þar allir sem
afburðamenn (Þeir settu svip á öldina. Reykjavík, 1983. í bókinni er m.a. að
finna erindi Gunnars Thoroddsens um Jón Þorláksson en þess er eigi getið í
riti því sem hér er til umfjöllunar).
Fáar þjóðir munu geta státað afslíku mannvali, og mikil þjóðargifta hlýtur
það að teljast að eingöngu úrvalsmenn skuli veljast til forystu í stjórnmálum
— enda árangurinn eftir því!
í stjórnmálum er bæði eðlilegt og jafnvel æskilegt að fólk skipi sér í
stjómmálaflokka, en flokkapólitík — bæði milli stjómmálaflokka og innan
þeirra — hefur sett mark sitt á umfjöllun um íslenska sögu, einkum stjóm-
málasöguna, og er það sjaldnast til prýði.
Talsmenn lágríkisstefnunnar innan Sjálfstæðisflokksins, sem verið hafa
háværir á undanfomum ámm, hafa hampað mjög Jóni Þorlákssyni, jafnvel
talið hann til „frjálshyggjumanna" — andstætt við eftirmenn hans í formanns-
stóli Sjálfstæðisflokksins, Ólaf Thors, Bjama Benediktsson og Jóhann Haf-
stein (sbr. Anders Hansen og Hreinn Loftsson: Valdatajl í Valhöll. Reykjavík,
1980. Bls. 27). Þessi armur Sjálfstæðisflokksins hefur reynt að gera Jón að
sínu flokksgoði og velta fyrri flokksgoðum af stalli og leiðrétta fráhvarfið frá
„hinni réttu línu“. í þessu efni hefur þeim orðið nokkuð ágengt — þannig var
t.d. Jóni Þorlákssyni, einum manna, helgaður sérstakur dagskrárliður i
Stjómmálaskóla Sjálfstæðisflokksins (sbr. auglýsingu í Morgunblaðinu 13.
febrúar 1986).
Að mínu mati er þessi útgáfa á verkum Jóns Þorlákssonar augljóslega ekki
fræðilegs eðhs; þvert á móti lýsir hún viljaleysi og/eða stefnuleysi útgefenda