Saga - 1986, Page 322
320
RITFREGNIR
framvegis. Ef þeir segðu þetta, fengju þeir sem sé lítið fylgi. Þeir segja
aðeins sem svo: Við viljum fara sparlega með landsfé, við viljum styðja
gætilega fjármálastefnu, við viljum ekki hleypa okkur í skuldir. Þeir vita
það ofur vel, að ef þeir geta passað, að þjóðin komist ekki í landsjóð-
inn, þá fær þjóðin hvorki alþýðuskóla, hafnir, járnbrautir eða annað
slíkt, sem hún telur sig þurfa, en þeir íhaldsmennimir halda, að hún
geti án verið. Það er venjulega hinir efnaðri borgarar í hveiju þjóðfé-
lagi, sem fylla íhaldsflokkinn. Þeir eru ánægðir með sinn hag og finna
þess vegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóðarinnar og
vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni. Framfara- eða umbóta-
flokkana skipa aftur þeir efnalitlu, sem finna, að þjóðfélagið þarf að
gera margt og mikið til þess að bæta lífsskilyrði alþýðunnar. Sömu
stefnu fylgja og þeir meðal efnaðri manna, sem einblína ekki á sína
eigin pyngju, heldur hafa hag þjóðarinnar í heild sinni fyrir augum.
Jafnvel viðskiptafrelsi, sem Jón hampar oft, er að hans mati ekki einhlítt
úrræði. Þvert á móti, eins og kom fram í ræðu sem Jón flutti, þá borgarstjóri,
um „mjólkurmálið" í mars 1935, skömmu áður en hann lést (bls. 166):
Tilhögun á mjólkurversluninni, áður en nefndin tók til starfa, var sú,
að viðskiptin voru mjög frjáls, svo að bæjarbúar gátu yfirleitt keypt
þar mjólk, sem þeir helst vildu. Því verður ekki neitað, að þetta
viðskiptafrelsi hafði leitt til þess, að sölu- og dreifingarkostnaður
mjólkur hér í bænum var orðinn óþarflega mikill, að því er virtist. Og
réttmæti þessarar löggjafar átti fyrst og fremst að byggjast á því, að
með nokkurri þrengingu á viðskiptafrelsi og með skipulagningu, sem
kallað er, yrði sölu- og dreifingarkostnaðurinn færður niður. Ég þori
að segja, að Reykvíkingar voru almennt fúsir að beygja sig undir þetta
út af fyrir sig í von um, að það yrði til hagsmuna bæði fyrir fram-
leiðendur og neytendur, þó að vitanlegt væri, að öll sú lækkun á sölu-
og dreifingarkostnaði, sem unnt yrði að ná, eða langmest af henni lenti
á Reykvíkingum, sölustöðum og sölufólki.
Ekki var Jón heldur fylgjandi séreignarfyrirkomulagi á öllum sviðum, eins
og kom fram í afstöðu hans í Fossanefndinni 1919, þar sem meirihlutinn "
Jón, Bjarni frá Vogi og Guðmundur Björnsson — héldu fram „allsherjarstefn-
unni“ en minnihlutinn — Sveinn Ólafsson og Guðmundur Eggerz — að-
hylltust „séreignarstefnuna" (sbr. Sigurður Ragnarsson: „Innilokun eða op-
ingátt. Þættir úr sögu fossamálsins." Saga XIII 1975, einkum bls. 99—100).
Sjálfsagt er rétt, þegar á heildina er litið, að draga þá ályktun að Jón hafi lagt
nokkru meiri áherslu á viðskiptafrelsi og séreignarfyrirkomulagið en eft-
irmenn hans sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Mér sýnist hins vegar, að
Jón Þorláksson sé í meginatriðum ekki frábrugðinn öðrum forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar; hann hafi fylgt „sjálfstæðisstefnunni", sem