Saga - 1986, Page 325
RITFREGNIR
323
má einnig fræðast nokkuð um þjóðfélagsþróun; í lok bókarinnar segir höf-
undur:
Á vorum dögum, þegar miklum íjármunum og starfsorku er varið til
þess að þroskaheftu fólki, börnum ekki síður en fullorðnum, líði sem
best og hljóti allan þann þroska sem kostur er, er lærdómsríkt að
minnast þess, að fyrir aðeins um hálfri öld þótti sumum íslendingum
það ekkert tiltökumál að loka slíka meðbræður okkar inni í litlu,
dimmu fjósi. (Bls. 186.)
í inngangsorðum er slegið á svipaða strengi en þar segir að það muni
„vafalaust koma mörgum á óvart, hversu skammt er síðan saklaus börn hlutu
þvílíka meðferð". Loks má nefna að í viðtalinu við NT sagði höfundur að
viðtökurnar við Aldarspegli hefðu verið það góðar að hann ætti fastlega von á
að út kæmu nokkur bindi í viðbót enda væri efniviðurinn óþrjótandi. Þannig
má ætla að lesendahópurinn sé nokkuð breiður.
Elías Snæland velur sér afmarkaða atburði, atburði sem hann nær vel utan
um, eru spennandi og forvitnilegir. Hann greinir ítarlega frá þeim málum sem
hann tekur fyrir en setur þau of sjaldan í víðara samtímasamhengi, ræðir
fremur um þau sem afmörkuð mál. Þá leggur höfundur ekki mikið til mála
frá eigin brjósti. Hann nálgast efnið nánast eins og hlutlaus áhorfandi. Hann
virðist reyna það sem stundum er nefnt „að láta heimildirnar tala“. Dæmi um
þetta er kollumálið sem aðaláherslan verður lögð á í þessari ritfregn.
II
í upphafi frásagnarinnar um kollumálið er dregin upp svipmynd af
stjórnmálaástandinu hérlendis í byijun fjórða áratugarins. Síðan hefst sagan af
málinu sjálfu. Höfundi yfirsést þó, eða telur ekki skipta máli, að upphaf
blaðaskrifa um meinta skotgleði Hermanns Jónassonar má rekja til ársloka
1930. Hinn 11. desember það ár birtist í blaðinu Stormi stutt grein þar sem
sagði að einhver óþokkalegasta lygi sem gengið hefði um bæinn undanfarna
daga væri að Hermann Jónasson lögreglustjóri hefði verið að skjóta æðarfugla
á sjálfan fullveldisdaginn, 1. desember. Greinarhöfundur taldi þetta fráleitt
enda væri Hermann löghlýðinn borgari. í lok greinarstúfsins sagðist sá er á
penna hélt vona að lögreglunni tækist að hafa upp á upphafsmanni þessa
óhróðurs svo hann hlyti makleg málagjöld. Ekkert gerðist í málinu fyrr en 6.
janúar 1934, sama dag og framboðsfrestur vegna bæjarstjórnarkosninganna í
Reykjavík rann út. Kosningabomban féll. Hermann Jónasson var sakaður um
að hafa skotið æðarkollu úti í Örfirisey í andstöðu við lög og rétt. Málið vakti
mikla athygli, olli blaðaskrifum og varð eitt af aðaldeiluefnum kosninganna
arið 1934. Blöðin spöruðu ekki stóru orðin. Annars vegar voru málgögn
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, sem studdu Hermann, og hins vegar