Saga - 1986, Page 337
RITFREGNIR
335
né reynt að greina alþjóðleg eða þjóðleg stfl- og tískueinkenni tímabilsins í
húsmunum, fatnaði eða húsakynnum.
Þó að ég hafi verið heldur neikvæður í þessum dómi tel ég samt feng að
þessari bók. Hún markar upphaf slíkra rannsókna hér á landi og í henni er
samankominn fróðleikur sem vekur ótal spumingar. Teikningar af húsakynn-
um og niðurröðun húsmuna em fagmannlega unnar og ljósmyndir margar
skemmtilegar. Bókin er skrifuð á lipru máli, vel gefin út og prentvillur fáar.
Guðjón Friðriksson
Ólafur Jens Pétursson: HUGMYNDASAGA. Mál og
menning, Reykjavík 1985. 252 bls., myndir, ritaskrá.
Á síðastliðnu hausti gaf Mál og menning út Hugmyndasögu eftir Ólaf Jens
Pétursson. Bókin hefur komið út nokkmm sinnum áður sem fjölritað handrit
(fyrst 1971), en er nú töluvert endurskoðuð, aukin og breytt. Það kemur fram
í „Formála" að ritið hafi frá upphafi verið hugsað til kennslu „og þá sem eins
konar grind eða stoðrit fyrir nemendur á síðari ámm framhaldsskóla." (9)
Höfundur skiptir sögu sinni í 25 kafla og fjallar sá fyrsti um „Fyrstu
menningarríkin", en sá síðasti um „tilveruspekina“ á tuttugustu öld. Það er
því mikið færst í fang á tæpum 250 síðum. f bókinni er reynt að veita yfirlit
yfir „breytilega afstöðu mannsins til sjálfs sín, umhverfisins og annarra manna
frá því að ritaðar heimildir komu til sögu og fram á síðustu tíma með sérstakri
hliðsjón af menningarsögu Vesturlanda. “ (12) Þótt höfundur taki það fram,
að þetta sé sá „rammi" sem umfjöllun hans sé sett, þá blasir það við að efnið er
óhemjuvíðtækt. Þetta felst raunar í eðli viðfangsefnisns. Saga hugmynda er
feikilega yfirgripsmikið verkefni sem erfitt er að afmarka. Hún gengur
vísvitandi þvert á allar tilraunir til að einangra hugmyndir við tiltekin sérsvið
og reynir að öðlast sjónarhom sem gerir kleift að meta samhengi þeirra og
samspii í sögunnar rás. Þetta er vandasamt verkefni og krefst mikillar
þekkingar, innsæis og áræðni.
Það er alltaf hætta á því að yfirlitsrit af þessu tagi verði yfirborðsleg og
upptalningasöm. Hjá þessu tekst höfundi að sneiða að miklu leyti. Bókin er
almcnnt vel skrifuð, textinn rennur lipurlega áfram og mörg atriði fá áhuga-
verða umfjöllun. Sérstaklega á þetta við um fyrri hluta bókarinnar. Frásögnin
er ítarlegust um fornöldina, en þynnist eftir því sem á söguna líður og verður
beinlínis stuttaraleg um hugmyndastefnur á þessari öld. í þessu felst mikið
misvægi sem orkar tvímælis. Svo dæmi sé tekið ver höfundur ámóta miklu
rými undir Platón einan og þeir Charles Darwin, Karl Marx og Sigmund Freud
fá saman. Einn áhrifamesti hugsuður á tuttugustu öld, Martin Heidegger, er