Saga - 1986, Page 339
RITFREGNIR
337
náttúrunnar. Þetta framlag kristninnar til nútímaheimsskoðunar vegur á
endanum miklu þyngra heldur en barátta einstakra kirkjunnar manna gegn
nýjum viðhorfum. Á hinn bóginn er ljóst, að áhrif tæknivæddra vísinda á
mannlegt samfélag og hugsunarhátt hafa verið tvíbent, og mættijafnvel segja
að blind trú á afrakstur þeirra og mátt hafi staðið kristinni menningu fyrir
þrifum. Ólafur horfir algjörlega framhjá þessu í bókinni og helgast það e.t.v.
af þeirri vinnureglu, að í bókinni sé „ekki fjallað um ólíka afstöðu fræðimanna
til einstakra atriða.“ (9) En hjá þessu verður einfaldlega ekki komist og
vænlegasta leiðin til hlutlægni er því að leyfa sem flestum sjónarmiðum að
koma fram. Það þarf að draga betur fram hugmyndir manna sem tortryggja
viðteknar túlkanir og innleiða þannig hið gagnrýna sjónarhorn á framfarasög-
una sem ég sakna úr þessari bók.
Af þessari ástæðu finnst mér vanta ítarlegri umfjöllun um marga merkustu
hugsuði þessarar aldar. Hugsun manna eins og Max Webers, Tómasar Kuhns,
Martins Heideggers og Edmunds Husserls, svo dæmi séu nefnd, gefur kærkomið
tækifæri til að endurmeta ýmis meginatriði í hefðbundinni hugmyndasögu og
sjá hana í gagnrýnu ljósi. Af þessum fjórum er Heidegger einn nefndur til
sögunnar og það af allt öðru tilefni en því sem er hugmyndasögulega
mikilvægast við hugsun hans. Að mínu mati er það óviðunandi að láta Max
Webers ógetið í svona yfirliti, því fáir hugsuðir hafa tekið á vanda samtíðar
sinnar af jafn mikilli skarpskyggni og hann. Hugsun Webers liggur líka
óvenjuvel við hugmyndasögulegri umfjöllun vegna sögulegra efnistaka hans
og víðfeðmi. Hann vekur upp spurningar um samspil trúar og vísinda,
vísinda og tækni, siðfræði, stjórnmála og vísinda, sem menn eru enn að glíma
við og hafa jafnvel aukist að mikilvægi eftir því sem líður á öldina. Undir
sjónarhomi slíkra spuminga er auðvelt að nálgast þau viðfangsefni í hug-
myndaheimi nútímasamfélags sem varða okkur öll og skipta meginmáli til
skilnings á sögulegum veruleika okkar. Þannig ætti sagan líka að eiga greiðari
aðgang að áhugasviði nemenda. Hún myndi höfða betur til þeirra eigin
hugmyndaheims og gera þeim kleift að átta sig betur á þeim þáttum sem hafa
mótað hann og þar með þá sjálfa.
Ur þessum annmörkum á höfundur að mínu mati að geta bætt. Hann tekur
það fram, að endurskoðun verksins sé ekki að fullu lokið og stefnt sé að
prentaðri útgáfu í haust. Endurbætur frá síðustu útgáfu hafa einkum beinst að
þrettán fyrstu köflunum og sýnist mér að þeir síðustu tólf þyrftu að fá
sambærilega meðferð. Sérstaklega á þetta við um sjö síðustu kaflana, sem
fjalla um nítjándu og tuttugustu öld. Bæði fannst mér textinn vera almennt
áhugaverðari framan af og eftir því sem aftar dró hnaut ég oftar um vafasamar
og villandi staðhæfingar. Ein ástæða þessa er sú, að höfundur tekur í auknum
mæli þá áhættu að draga saman kenningar marbrotinna hugsuða í örstuttu
máli. Það segir sig sjálft, að erfitt er að láta menn njóta sannmælis með
22