Saga - 1986, Page 341
RITFREGNIR
339
A. Sveen og S.A. Aastad: MANNKYNSSAGA EFTIR
1850. Sigurður Ragnarsson þýddi. Mál og menning,
Reykjavík 1985. 382 bls. Myndir, kort, töflur, verkefni,
nafna- og atriðisorðaskrá.
Hvað finnst manni um bókina þegar efnisyfirlit er skoðað og bókinni flett?
Maður sér strax að þarna er á ferðinni Vesturlandasaga enda varla um annað
að ræða undir þessu heiti. Augun staðnæmast við kaflann „Kvennahreyfing-
in“, bls. 62—74, og ekki minnist ég að hafa séð áþekkan kafla í
mannkynssögubókum á íslensku. Annan kafla „of hið sama far“ má sjá á bls.
363—370, „Kvennahreyfingin á árunum eftir 1960“. Þá er einnig nýlunda að
kaflanum „Æskulýðsmenning og uppreisn ungs fólks“ á bls. 370—379.
Eftirtektarvert er hve heimurinn utan Evrópu og Norður-Ameríku fær mikið
rúm. Sérkaflar um þá heimshluta eru um 106 bls. eða tæplega þriðjungur
bókarinnar. Til samanburðar má nefna að í Mannkynssögu Einars Más Jóns-
sonar, Lofts Guttormssonar og Skúla Þórðarsonar, sem er svipuð að lengd, fá
þessir heimshlutar 27 bls. og í Þáltum úr sögu nýaldar eftir Helga Skúla
Kjartansson, sem er 80 bls. styttri, eru þetta 32 bls. Þarna er því greinileg
áherslubreyting.
Þá vekja einnig myndakostur, kort og töflur athygli þegar flett er. Að
sjálfsögðu eru ríkulegar myndir þýðingarmiklar í slíkri bók. En myndir eru
ekki „aðeins til að hafa myndir", val þeirra verður að þjóna frásögninni, gera
hana raunverulega og dýpka hana, ef vel á að vera. Ekki verður annað séð en
höfundar hafi lagt sig eftir þessu. Myndir þeirra sýna persónur, ljósmyndaðar
og teiknaðar, atburði þar sem áhrifarík augnablik hafa verið valin, fjölbreytni
þeirra er mikil og þær þjóna frásögninni vel. Dæmi um ákaflega lýsandi
myndir eru á bls. 33 af bömum í enskri kolanámu, á bls. 46 þar sem vísundar
eru hraktir undan jámbrautarlest og skotnir, mynd á bls. 78 sem sýnir afríska
þræla flutta tii vesturstrandar Afríku á leið í skip, á bls. 90 þar sem Afríku-
menn bera þýsku herraþjóðina í Togo og myndir af leiðtogum með aðdáend-
um: Hitler með Hitlersæskunni á bls. 202 og Mao og Lin Piao með æskufólki á
bls. 332.
En hver er aðferð höfunda og hvernig er textinn? f rauninni er mikið
vandaverk að skrifa góða kennslubók, kannski em þau skrif vandasömust
allra. Höfundur sem skrifar skáldsögu sem hann byggir t.d. á heimildum,
tekur gjaman fram í aðfararorðum hvernig hann hafi notað heimildir sínar.
Síðan hefur hann frelsi til að móta persónur sínar, hann skapar rás atburða og
gætir þess að frásögnin sé sönn að því leyti að persónur öðlist líf og umhverfið
sé trúverðugt. Eflaust verður hann einnig að hugsa um lesendur og hvað þeim
muni finnast við lestur verksins. Höfundur sagnfræðirits um afmarkað efni
verður að kanna frumgögn og afleidd rit um sitt svið, lesa það helsta sem áður