Saga - 1986, Page 343
RITFREGNIR
341
hinum þrem síðamefndu. Áhrif þjóðfélagsbreytinga á Ítalíu, í Þýskalandi og
Sovétríkjunum hafi orðið æði mikil og reynsla þeirra sem kennara sé sú að
nemendur hafi sýnt þessum stjómmálastefnum mun meiri áhuga en atburðum
á Englandi og Frakklandi. Og það má víðar sjá að kennarar hafa haldið hér á
penna. Höfundar nota mannanöfn og ártöl þannig í hófi að þau þjóna
frásögninni, byggingu verksins. Samhengi frásagnarinnar gæti líka bent til
reynslu þeirra sem kennara, en kannski einkum verkefnin með köflunum,
kortin og mismunandi staðhæfingar og skýringar á fyrirbrigðum.
Mér finnst ekki ástæða til að finna mikið að þessum texta. Hann er skýr,
bygging hans traust og hann er blessunarlega laus við útlistanir og tekur því
ekki af mönnum hugsun og vinnu. Þó finnst mér að greinin „Þjóðfélagsbreyt-
ingar“ á bls. 30—32 ætti að vera fyrir aftan greinina „Kreppa í efna-
hagsmálum", því að í fyrmefndu greininni er rætt um afleiðingar þeirrar
iðnbyltingar sem getið er um í þeirri síðari. Höfundar segja á bls. 34 að
iðnvæðingu í Frakklandi og Rússlandi á 19. öld hafi miðað mun hægar en í
Englandi. Ég ætla að þetta megi satt heita um Rússland en varla Frakkland
nema fyrri hluti aldarinnar sé einn hafður í huga, en þar varð iðnbylting mjög
hröð á síðari hlutanum. Höfundar segja á bls. 41 að þýski sósíaldemókrata-
flokkurinn hafi hafnað endurskoðunarstefnunni. Það var að vísu svo í form-
legum samþykktum flokksins, en þýskir sósíaldemókratar störfuðu sem
endurskoðunarsinnar. Þá finnst mér skilgreining höfunda á heimsvaldastefnu
á bls. 74 of almennt orðuð: „Ef eitthvert ríki drottnar yfir öðrum ríkjum telst
það reka heimsvaldastefnu. “ Heldur verður ruglingslegt þegar yfirráðum eins
ríkis yfir öðrum er jafnað við heimsvaldastefnu sem einkenndi síðari hluta 19.
aldar og fyrstu áratugi þeirrar 20. þegar iðnríki kepptust um nýlendur,
hráefni, markaði og siglingaleiðir.
Textinn er m.a. hugsaður til að svara spumingum úr honum og víðast hvar
hæfir hann vel fyrir smærri spurningar. Hann er þó varla nógu ítarlegur fyrir
stærri verkefni. Tilvitnanir em drjúgur hluti texta og við val þeirra hefur
höfundum tekist verulega vel. Ég vil nefna nokkur dæmi. Höfundar vitna á
bls. 44 í ummæli Lincolns um ríkisheildina og frelsið:
Ef ég gæti bjargað ríkisheildinni án þess að gefa svo mikið sem einum
þræl frelsi, gerði ég það; ef ég gæti bjargað henni með því að gefa
öllum þrælum frelsi, gerði ég það, og efég gæti bjargað henni með því
að gefa sumum þrælum frelsi en ekki öðrum, þá gerði ég það.
Á bls. 74 þar sem Cecil Rhodes talar um að sárt sé að geta ekki lagt undir sig
stjörnurnar:
Nú er búið að skipta upp næstum allri jarðarkringlunni; því litla sem
eftir er eru menn um þessar mundir að skipta á milli sín, leggja undir
sig og nema. Leiðið hugann að stjömunum, sem skína yfir okkur á
nóttunni, að þessum ómælisvíðáttum, sem okkur tekst aldrei að sigra.