Saga - 1986, Blaðsíða 344
342
RITFREGNIR
Ef ég gæti lagt reikistjörnurnar undir mig, gerði ég það; þessi hugsun
hefur oft leitað á mig. Það setur að mér óyndi að sjá þær svona skýrt,
en vita þær þó svona gersamlega utan seilingar.
Og önnur hlið á sama máli sést á sömu blaðsíðu þar sem Wilson forseti ræðir
um Bandaríkin og fjármagnið:
Verslunin þekkir engin landamæri og kaupsýslumenn krefjast þess, að
heimurinn allur sé einn markaður. Því verður fáni þessarar þjóðar að
vera hluti affarteski kaupsýslumannsins; þær þjóðir, sem hyggjast loka
hliðum sínum fyrir viðskiptum, skulu verða að opna þau aftur. Ríkis-
stjórnir verða að standa vörð um þær tilslakanir, sem kaupsýslu-
mönnum tekst að knýja fram; tjáir ekki um að fást, þótt slíkt kunni að
kosta harkalega skerðingu á fullveldi þeirra þjóða, sem streitast á móti.
Á bls. 144 segir mannfræðingurinn Malinowski frá spjalli sínu við gamla
mannætu:
Við hneykslumst óumræðilega, er við stöndum frammi fyrir mannáti.
En mér er minnisstætt samtal, sem ég átti við gamla mannætu, en
trúboðar... höfðu sagt honum frá heimsstyrjöldinni, sem þá geisaði í
Evrópu. Honum var einkum hugleikið að fregna af því, hvernig við
Evrópubúar færum að því að torga öllu því óhemju magni af manna-
kjöti, sem hlyti að falla til í stríði á borð við þetta. Ég svaraði honum
fullur vandlætingar, að Evrópumenn legðu sér ekki fallna óvini til
munns. Þá féll honum allur ketill í eld, og hann spurði í forundran,
hvers konar villimenn við eiginlega værum að drepa annað fólk alger-
lega að tilefnislausu.
Og ýmis fleiri dæmi mætti nefna. Tilvitnanir þurfa að vera þannig valdar að
þær dýpki viðkomandi efni, birti ný sjónarmið, færi nemendur að frumheim-
ildum ef hægt er. Ekki verður betur séð en höfundar hafi haft slík sjónarmið í
huga við val þeirra. Þar fyrir utan vitna höfundar á nokkrum stöðum til
sagnfræðinga sem leggja mat á atburði og þróun. Mér finnst að þeir hefðu
mátt ganga lengra í því að leita uppi andstæð viðhorf sagnfræðinga til
fyrirbrigða til að skerpa þann skilning að greinin er mjög háð þeim forsendum
sem menn gefa sér og hvernig þeir túlka þær. Þá er nýlunda í mannkynssögu-
bók á íslensku að sjá nokkuð ólíkar skilgreiningar á fyrirbrigðum og nemend-
ur eru sums staðar beðnir að tefla þeim hverri gegn annarri. Þetta er t.d. gert á
bls. 129—30 þar sem raktar eru nokkrar hugmyndir um undirrót heimsvalda-
stefnu, á bls. 170 þar sem raktar eru nokkrar skýringar á hreinsununum miklu
í Sovétríkjunum, á bls. 193 eru mismunandi skýringar á fasisma og nasisma
og á bls. 216 þar sem vitnað er í Briand-Kellogsáttmálann og hins vegar
skoðun Hitlers á Versalasamningunum.
Kort og töflur í bókinni eru með miklum ágætum. Sum kortin eru þannig
úr garði gerð að þau veita heilmikla vitneskju, t.d. kortið á bls. 18 af