Saga - 1986, Page 346
344
RITFREGNIR
Ásgeir Ásgeirsson: NÚTÍMASAGA, Iðnskólaútgáfan,
Reykjavík 1985. 206 síður. 24 myndasíður.
Pað er einkar ánægjuleg gróska í útgáfu sögukennslubóka fyrir framhalds-
skóla um þessar mundir. Þar eru á ferðinni bæði frumsamdar bækur og
þýddar. Um tímabilið eftir síðara stríð, sem til skamms tíma var engin bók
fáanleg um, fjalla nú tvær kennslubækur.
Bókin sem hér er til umræðu er gefin út vegna þess að það hefur vantað
tilfinnanlega námsefni um sögu síðustu áratuga. Bókin er tilraunaverk sem
ætlunin er að breyta að fenginni reynslu og prjóna einnig framan og aftan við
þannig að hún fjalli um allt tímabilið frá 1914 til um 1980, að sögn útgefanda í
formála. Auk þess eiga síðar meir að fylgja bókinni verkefni, ítarefni og
kennsluleiðbeiningar. Enn fremur er ætlun höfundar að bæta við ýmsum
köflum, svo sem um samfélags- og stjórnmálaþróun í þriðja heiminum og
tækni- og samfélagsbreytingar á Vesturlöndum. „Til þess að henda reiður á
margslunginni framvindu alþjóðamála frá stríðslokum fór höfundur þá leið
að gera samkeppni risaveldanna að meginviðfangsefni umfjöllunar um þau“,
eins og hann orðar það í eftirmála (205). Þessi leið, þótt hún sé skynsamleg,
veldur samt þeirri takmörkun að bókin er allt of einlit stjórnmálasaga.
Bókin er þannig upp byggð að fyrst er stjómmálaástandi ársins 1945 lýst,
þ.e. ástandi heimsmála að lokinni styijöld. Þá kemur meginþáttur bókarinnar
sem nefnist „í skugga helsprengju: alþjóðamál, 1941 — 1973“. f kjölfar hans
kemur stuttur þáttur um hag jarðarbúa frá stríðslokum. Þar er rætt um
misskiptingu auðs, fólksfjölgunarvandann, uppgang iðnríkjanna og hættuna á
auðlindaþurrð, svo eitthvað sé nefnt. Að lokum er metin staða heimsmála og
gengið út frá tímamótum árið 1973. Það er augljóst hvers vegna höfundur kýs
að nota árið 1945 sem viðmiðunarpunkt. Lok síðari heimsstyrjaldarinnar eru
slíkur tímamótaviðburður. Erfiðara er að sjá í fljótu bragði hvers vegna árið
1973 verður fyrir valinu. Þegar ég spurði nemendur, sem voru að búa sig
undir að taka stúdentspróf, að því hvað væri merkilegt við árið 1973 nefndu
þeir Heimaeyjargosið! Það er skilmerkilega rökstutt í bókinni að upp úr 1970
hafi orðið tímamót í mannkynssögunni. En hvort þau tímamót verða talin
mikilvæg eftir t.d. hálfa öld þori ég ekki að spá um. Árið 1973 verður eflaust
gleymt.
Þegar á heildina er litið tel ég að Ásgeiri hafi heppnast að semja spennandi
bók. Hann lýsir andrúmsloftinu í kalda stríðinu eins og maður heldur að það
hafi verið. Kjami bókarinnar er frásögnin af því hvernig risaveldin tvö eflast
og styrkjast í gegndarlausu valdakapphlaupi. Það er helsti styrkur hennar að
hún dregur upp mynd af því hvernig aðgerðir annars stórveldisins eða
skjólstæðinga þess höfðu áhrif á hvað hitt gerði. Á köflum líkist þessi
atburðarás reyfara í meðförum höfundar, t.d. frásögnin af Kínaför Kissingers í
júlí 1971 (126) og því sem fylgdi í kjölfarið.