Saga - 1986, Page 349
RITFREGNIR
347
Ólafur Briem: HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI. Önnur
útgáfa endurskoðuð og aukin. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs, Reykjavík 1985. 216 bls., myndir.
Heiðinn siður á íslandi sem Ólafur Briem lét frá sér fara árið 1945 var
vitnisburður um þá miklu grósku er ríkt hafði í rannsóknum við Háskóla
íslands á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Á þessum árum höfðu komið
fram á sjónarsviðið margir þeir fræðimenn sem síðar urðu víðkunnir forustu-
menn norrænna mennta og bók Ólafs Briems öðlaðist sinn sess hið næsta
bókum um Njálu, Landnámabók, íslendingabók og Jón Thoroddsen. Allt frá
þeim dögum hefur verið vitnað í Heiðinn sið á íslandi sem öndvegisrit á sínu
sviði, enda ekki öðru riti til að dreifa á íslensku er tæki fyrir norræna trú með
svo heildstæðum hætti.
Lesendum og notendum Heiðins siðar á íslandi var forvimi að líta hina
endurskoðuðu og auknu útgáfu bókarinnar. í eftirmála gerir höfundur grein
fyrir helstu breytingum. Nefnir hann þar nokkur yfirlitsrit um norræn
trúarbrögð sem hann hafi einkum haft til viðmiðunar við endurskoðunina, en
bætir síðan við: „Eigi að síður hlýtur þessi útgáfa að bera þess merki, að
frumdrög bókarinnar voru samin fyrir nærri hálfri öld.“ (213)
Þessi orð ber að hafa í huga þegar lesið er það sem hér fer á eftir. Verður
einkum að því hugað hvernig tekist hefur að finna hinni endurskoðuðu útgáfu
stað á rannsóknarvettvangi viðfangsefnisins og aðlaga hana helstu nýjungum
sem þar hafa komið fram á undanfomum fjórum áratugum. Ber þar hæst
strangt heimildamat sem tekur engu síður mið af þjóðfræðilegum rann-
sóknaraðferðum en textafræðilegum og í annan stað samanburðarrannsóknir,
þar sem litið er til annarra trúarbragða hins indóevrópska menningarsvæðis til
samanburðar. Grundvöllur viðfangsefnisins er að sjálfsögðu fombókmenntir
íslendinga, og því hlýtur fmmforsenda verks eins og hér um ræðir að vera
nærfærinn skilningur og viðhlítandi greining á því sem þar er að finna.
Ég mun þá líta á nokkra staði í Heiðnum sið á íslandi og gera athugasemdir
við sitthvað sem ég tel að betur mætti fara með hliðsjón af þeim rannsóknum
sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum. Verður þá fyrst fyrir kafli í
inngangi, þar sem höfundur leiðir að því margvísleg rök, að norræn trú hafi
aldrei orðið sterk hér á landi. Auk annars nefnir hann þar sérstaklega, að
hvergi á Norðurlöndum hafi kristniboði verið veitt jafn lítil mótstaða og hér á
landi. Það er rétt út af fyrir sig, að kristniboð stóð miklu skemur hér á landi en
í nágrannalöndum. Hér var því hins vegar veitt mjög hörð mótspyma, bæði í
orði og verki, með mögnuðum níðvísum og sérstakri lagasetningu. íslending-
ar beittu þannig sínum skæðustu vopnum gegn trúboðunum, níðinu, sem
svipti hvern þann hugarró er fyrir varð, og lögum sem útskúfuðu úr
mannlegu samfélagi og lifanda lífi hverjum þeim sem í orði eða verki snerist