Saga - 1986, Page 350
348
RITFREGNIR
gegn guðum landsins. Þetta var hörð andstaða, en hún stóð tiltölulega stutt
og því fara ekki af henni miklar sögur. En minna má á þau orð sem Ari fróði
hefur eftir Þangbrandi við komuna til Noregs, er hann „lét örvænt að hér
mundi kristni enn takast." í Ólafs sögu Trygguasonar ermi mestu er hnykkt á
þessum orðum og þar haft eftir Þangbrandi: „Og það er víst að þarlenskur
lýður mun aldregi trú taka utan fáir menn. “
f framhaldi af umræðum um litla mótstöðu gegn kristniboði á fslandi er
vikið að falli Ólafs Tryggvasonar og síðan segir:
Næstu fimmtán ár varð hlé á kristniboðinu í Noregi, og þar féll þjóðin
að miklu leyti aftur til heiðni. En ekki verður séð, að neitt slíkt
afturhvarf hafi átt sér stað á íslandi. Hér sýnist þó hafa verið opin leið
til að snúa aftur, ef meiri hluti þjóðarinnar hefði enn verið heiðinn í
hjarta sínu og haft hug á að varðveita foma trú sína. En þessi leið var
ekki farin. Skýringin getur varla verið önnur en sú, að heiðnin hafi átt
tiltölulega lítil ítök í íslendingum móts við það, sem hún átti í
Norðmönnum. (19)
í tilvitnuðum orðum birtist grundvallarmisskilningur á eðli kristniboðs og
kristnitöku í Noregi og á íslandi. í Noregi boðaði konungur kristni gegn vilja
bændahöfðingja. Það lá því í hlutarins eðli að þeir snerust aftur til síns fyrri
siðar þegar konungur féll skyndilega frá. íslendingar fóru hér þveröfugt að.
Hér voru það valdamennirnir sjálfir, leiðtogar í veraldlegum og andlegum
efnum, sem ákváðu á löggjafarsamkomu sinni að snúast til kristinnar trúar.
Hér kom valdboðið ekki að utan, heldur var löggjafarvaldinu beitt til að
koma kristninni á. Það hafði engin áhrif á hið íslenska löggjafarvald þó að
Noregskonungur félli í orrustu. Hann hafði hér engin völd um þessar
mundir.
Norræn trú þar sem nokkrir guðir voru mest tignaðir í lögbundnu og
örlögbundnu samfélagi mun hafa verið ríkjandi í góðu gengi hér á íslandi nær
alla tíundu öldina. Megineinkenni þessa samfélags virðist hafa verið það, hve
samslungin trúin var lögunum, enda sami einstaklingur sem fór með það sem
síðar var kallað hið andlega og hið veraldlega vald. Sú grundvallarbreyting
sem varð við kristnitöku mun hafa gerst fremur hægt, því að nokkurn
tíma tók það kirkjuna að ná undirtökunum fullkomlega. Þetta stuðlaði
m.a. að því að ýmsar leifar eldri trúarbragðanna lifðu áfram um sinn í öllu
meiri mæli en almennt er við trúarskipti, en urðu er fram liðu stund-
ir að forboðinni hjátrú, er kristin lagasetning kom til. Margvísleg hjátrú virð-
ist hafa lifað góðu lífi í sögum og sögnum á elleftu, tólftu og þrettándu
öld og sér hennar víða stað í tslendingasögum og ýmsum öðrum ritum. Þegar
hugað er að norrænni trú á fslandi verður að gæta þess sérstaklega að greina
þessar hjátrúarleifar frá því, sem kann að vera vitnisburður um norræna trú
eins og hún var iðkuð og ástunduð á tíundu öld. Höfundar íslendingasagna