Saga - 1986, Síða 351
RITFREGNIR
349
kunnu oft ekki að greina þetta að. Kemur það ekki á óvart, enda var þeim að
sjálfsögðu miklu betur kunn hjátrú samtíðar og næstu fortíðar en sá átrúnaður
sem ríkt hafði í landinu rúmum tvö hundruð árum fyrr. Hitt er þó öllu verra,
að hér fetar höfundur Heiðins siðar á íslandi víða í slóð höfunda íslendinga-
sagna og leggur að jöfnu átrúnaðarguði norræns siðar og ýmis svonefnd
hjátrúarfyrirbæri frá öldunum eftir kristnitöku. Dæmi um þetta er m.a. þar
sem segir um átrúnað Víga-Glúms:
Það er augljóst, að í ævi Glúms er að verki tvenns konar átrúnaður,
sem togast á um hann. Annars vegar var Freyr, hinn gamli guð
ættaróðalsins, en hins vegar fylgja móðurættarinnar, sem hefur ytra
tákn sitt í gripunum, er Vigfús, afi hans, gaf honum. Meðan Glúmur
var í vinfengi við Frey eða fylgjuna var honum borgið, og hann fékk
að sitja í ríki sínu að Þverá. En er hann hafði óvingast við Frey og
lógað gripum móðurfoður síns, var hann heillum horfinn. (40)
Hér er teflt saman eðlisóskyldum öflum. Freyr var lifandi og máttugur guð á
tíundu öld, en heillagripirnir heyra til hjátrúarheimi næstu alda. Hamingjan er
þarna á mörkum, en henni er ekki hægt að skipa jafnfætis átrúnaðargoði. Hér
má ekki láta viðhorf höfundar Víga-Glúms sögu villa um fyrir sér. Bæði hann
sjálfur og væntanlegir lesendur hans voru miklu betur að sér í heimi hjátrúar
og þjóðtrúar samtíðarinnar en í trúarsögu tíundu aldar. Auk þess var tak-
markað að hve miklu leyti einn hinna gömlu guða gat stuðlað að framvindu í
sögu og borið uppi atburðarás. f slíkum hlutverkum nýttust betur heillagripir
og hamingja. f textanum sem vitnað var til er látið að því liggja að Víga-
Glúmur hafi verið heillum horfinn er hann „hafði óvingast við Frey og lógað
gripum móðurfoður síns.“ Sagan getur þess skilmerkilega, að hann hafi gefið
gripina skömmu áður en hann varð að hverfa frá Þverá. Hins vegar má fesa
um það í sögunni, að hann hafi óvingast við Frey þegar í upphafi búskapar
síns, er hann vanhelgaði akur hans með vígi. Þá braut hann einnig fleiri helg
bönn sem hvíldu á Þverá, án þess þó að hann yrði að gjalda fyrir það þegar í
stað. Raunar bendir margt til þess, samkvæmt sögunni, að Víga-Glúmur hafi
á ungum aldri horfið frá trú á Frey sem meginguð og hallast að trú á Óðin í
þess stað. Hafi þannig horfið frá trú á guð hinnar náttúrlegu hringrásar og
lögbundnu skipanar og snúið sér að hinum löglausa guði uppreisnarmanna,
vígamanna og skálda. Nokkra áratugi hélst Víga-Glúmi þetta uppi, sam-
kvæmt sögunni, en átökunum lauk með sigri Freys að því er lesa má þegar
sérstaklega er hugað að hinum óvirku leifum norrænnar trúar sem sagan
geymir þrátt fyrir allt.
Meginheimifdir um norræna trú á íslandi eru annars vegar kvæði og
lausavísur nafnkenndra íslenskra skálda er uppi voru á tíundu öld, en hins
vegar sagnir um guðsdýrkun einstakra manna er varðveist hafa f íslendinga-
sögum og öðrum ritum. Sá munur er helst á þessum tvenns konar heim-