Saga - 1986, Qupperneq 360
358
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1986
ritgerðir eftir 13 höfunda, auk fjölda ritdóma um nýútkomin sagnfræðirit.
Allt efni var, eins og fyrra ár, sett í tölvu félagsins. Ljóssetning, umbrot,
filmuvinna, prentun og hefting var unnið af ísafoldarprentsmiðju. Giftusam-
lega tókst að vinna upp þá seinkun, sem varð á ritinu árið áður, þannig að
útgáfutími fyrri hluta hausts ætti að vera tryggður á ný. Ber að þakka
ritstjórum fyrir þennan þátt útgáfumálanna, eins og allt starf þeirra að
tímaritinu.
Crymogœa Arngríms lærða kom út seint á s.l. ári, þýdd úr latínu af dr.
Jakobi Benediktssyni. Hér var um að ræða 2. bindi í ritröðinni Safn Sögufélags
sem á að innihalda „þýdd rit síðari alda um ísland og íslendinga", svo sem
stendur á titilblaði. Fyrsta bindið nefndist ísland, ferðasaga frá 17. öld, eftir
Tékkann Daniel Vetter og kom út 1983. Sætir það allnokkrum tíðindum að fá
nú í hendur slíkt rit sem Crymogæa er, en það er fyrsta samfellda íslandssagan
rituð á síðari öldum, og hefur fram að þessu verið flestum íslendingum lokuð
bók. Nafn þýðanda, dr. Jakobs Benediktssonar, er jafnframt trygging fyrir
traustum vinnubrögðum. Crymogæa, sem er 306 bls., var sett á tölvu félags-
ins, en að öðru leyti að mestu unnin í ísafoldarprentsmiðju. Til verksins hlaut
félagið styrk úr Þýðingarsjóði. Bókin er fallega útgefin og á umsjónarmaður,
Helgi Þorláksson, þakkir skildar fyrir ágætt starf.
Því næst vék forseti að tveimur ritum Sögufélags, sem væntanlega kæmu út
innan fárra vikna: Annað þeirra er í ritröðinni Safn til sögu Reykjavíkur, 6.
bindi, sem gert var ráð fyrir, að kæmi út fyrir s.l. jól, en hefur dregizt fram á
þetta ár. Er það þó vel við hæfi, að fyrsta sagnfræðilega ritið, sem varðar sögu
Reykjavíkur og kemur út á 200 ára afmæli borgarinnar, skuli vera þetta 6.
bindi í Safni til sögu Reykjavíkur — framlag Sögufélags á afmælisárinu. Hér
er um að ræða ritið Sveitin við sundin eftir Þórunni Valdimarsdóttur cand.
mag., sögu búskapar í Reykjavík frá síðari hluta 19. aldar fram yfir síðari
heimsstyrjöld. Þar er m.a. fjallað um bæjarlandið, haga þess og ræktun,
mjólkurframleiðslu og sölu, smjör- og kjötsölu í bænum, hrossin og hund-
ana, áburðinn, mótekjuna og garðyrkjuna, svo að eitthvað sé nefnt; öll er
bókin hin fróðlegasta og dregur fram áhugaverða þætti úr vaxtarsögu höfuð-
borgarinnar, þegar ásýnd sveitamennskunnar er að láta undan síga fyrir
síaukinni sókn nútímayfirbragðs hinna borgaralegu lífshátta. Sveitin við sundin
verður rúmlega 300 bls. að stærð, sett á tölvu Sögufélags, en að öðru leyti er
ritið unnið í Prentsmiðjunni Odda. Eins og áður hefur Sögufélag notið
fjárstyrks frá Reykjavíkurborg til þessa verkefnis, einnig frá Stéttarsambandi
bænda; vil ég færa þessum aðilum þakkir fyrir. Auk þess hefur höfundur
notið styrks frá ýmsum aðilum.
Hitt ritið, sem væntanlegt er alveg á næstunni, er Alþingisbœkur Islands, 16.
bindi, sem tekur yfir árin 1781—90. Er þetta næstsíðasta bindið í röðinni,
undir umsjón Gunnars Sveinssonar skjalavarðar, sem séð hefur um þetta verk