Saga - 1986, Síða 361
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1986
359
allt frá 10. bindi. Prentsmiðjan Steinholt annast prentvinnu. Alþingi hefur
verið fjárhagslegur bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár, og ber að þakka þá
ráðstöfun enda er því líka málið skyldast; þegar hið síðasta bindi er komið út,
lýkur verki, sem verið hefur í útgáfu stöðugt frá árinu 1912, fyrst hálfa öld
með þeim hætti að gefa út eitt lítið hefti á ári (samtals níu bindi), en síðustu 20
árin hafa komið út heilu bindin í einu, eða sex samtals. Þannig hefur þetta
verið að mjakast áfram fram eftir allri öldinni; og þegar lokaáfangi er loks í
augsýn, eru 5—6 fyrstu bindin algerlega uppseld og nauðsyn talin að endur-
vinna þau að einhverju leyti, ef gefa á þau út aftur; þannig að þetta gæti orðið
áframhaldandi vinna fram eftir 21. öldinni: arfur Sögufélags og Alþingis til
næstu kynslóðar!
Þá greindi forseti frá því, að hinn 20. marz s.l. hefði stjórn Sögufélags
samþykkt að gefa út á næsta ári íslandssögu frá upphafi byggðar til nútíma í
einu bindi, um 450 bls. að stærð; aðalhöfundur verksins er dr. Bjöm Þor-
steinsson, fyrrv. forseti Sögufélags, en meðhöfundar verða þeir Bergsteinn
Jónsson dósent og Helgi Skúli Kjartansson cand. mag. og mun Helgi Skúli
einnig annast ritstjórn. Forsaga málsins er sú, að þeir Bjöm og Bergsteinn
sömdu íslandssögu, sem út kom á dönsku í einu bindi á forlagi Politikens á
s.l. hausti í ritröðinni Politikens Danmarks Historie; var Helgi Skúli þá ráðinn
samstarfsmaður þeirra, ritaði kafla sögunnar eftir 1870 og annaðist ritstjóm.
Þetta er falleg útgáfa, ríkulega myndskreytt og að öllu með nútímasniði. Er
það vissulega ekki vonum fyrr, að saga íslands sé gefin út á skandinavísku
máli, og þakkarvert, að Danir skuli hafa fengið áhuga á að gefa út sögu
þessarar gömlu nýlendu sinnar og sambandslands. Það er svo aftur hlálegt, að
um leið og þessi danska útgáfa sér dagsins ljós, skulum við íslendingar
minntir á það, að við sjálfir eigum enga aðgengilega bók í nútímabúningi um
sögu þjóðarinnar frá upphafi til okkar tíma — bók, sem almennur lesandi
getur gengið að, hvort sem er til eigin nota, eða til gjafa við viðeigandi
tækifæri. Þessu hefur Sögufélag viljað ráða nokkra bót á með því að fá sömu
menn og stóðu að hinu danska riti til að vinna að íslenzkri útgáfu, þ.e.a.s. þó
algerlega sjálfstæðu verki, óháðu hinni dönsku útgáfu. Frumsaminn texti
Bjöms Þorsteinssonar mun verða nokkru fyllri en í hinni dönsku þýðingu, og
Bergsteinn og Helgi Skúli munu endursemja 20. aldar söguna. Það er von
stjórnar Sögufélags, og raunar vissa, að þeir höfundar sem þama koma við
sögu, muni skila af sér góðu verki, sem sómi verði að, og að með þessari
útgáfu fái íslenzkir lesendur bók, sem lengi hefur vantað á markaðinn.
Forseti gerði síðan stuttlega grein fyrir öðmm verkum, sem unnið er að og
munu koma út á komandi stjómartímabili, eða eiga lengra í land:
1. Saga 1986, 24. bindi, er að sjálfsögðu í undirbúningi, og mun að
forfallalausu koma út á haustdögum. Ritstjórar þetta ár verða hinir sömu;
vegna mikilla anna hefur Helgi Þorláksson óskað eftir því að hverfa úr