Saga - 1986, Qupperneq 362
360
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1986
ritstjóm frá og með næsta hausti; hefur því nýr ritstjóri verið ráðinn: Sölvi
Sveinsson cand. mag., og er hann boðinn velkominn til starfa fyrir Sögufélag
og vænzt góðs af þátttöku hans.
2. Landsyfirréttar- og hœstaréttardómar í íslenzkum málum 1802—73, 11. bindi
og hið síðasta, er í vinnslu í Prentsmiðjunni Hólum, í umsjón Ármanns
Snævarr, fyrrv. hæstaréttardómara, með styrk úr Þjóðhátíðarsjóði. Þar með
sér fyrir endann á verkefni frá fyrstu árum félagsins, en útgáfa dómasafnsins
hófst árið 1916.
3. Landsnefndarskjöl 1770— 71, framhald 1.—2. bindis, sem út komu 1958—
60, er áfram í undirbúningi og hefur Helgi Skúli Kjartansson tekið að sér
umsjón með útgáfu 3. bindis. Vísindasjóður hefur veitt styrk til þessa verks.
4. Sýslu- og sóknalýsingar Skaftafellssýslu 1839—43 eru á dagskrá og er Jón
Aðalsteinn Jónsson orðabókarritstjóri að undirbúa til prentunar uppskrift
Guðrúnar Þorvarðardóttur. Nokkur styrkur hefur fengizt frá Menningarsjóði
Sparisjóðs Vestur-Skaftfellinga.
5. Doktorsrit Gísla Gunnarssonar um einokunarverzlunina, Monopoly Trade
and Economic Stagnation, hefur Sögufélag hug á að gefa út, þegar höfundur
hefur lokið þýðingu þess úr ensku og fjárstyrkur fæst til útgáfunnar.
6. Safn Sögufélags, 3. bindi, er í athugun, en ekki ákveðið, hvað verður fyrir
valinu; leitað hefur verið samstarfs við dr. Jakob Benediktsson um framhald
verksins.
f útgáfu Hins íslenzka fræðafélags í Kaupmannahöfn, sem Sögufélag er
umboðsaðili fyrir, eru nú komin átta bindi af Jarðabók Árna Magnússonar og
Pdls Vídalíns', fjallar 8. bindi um Húnavatnssýslur; 9. bindi, Skagafjarðarsýsla,
er væntanlegt í haust. Á næsta ári munu svo síðustu bindin tvö koma út, og
endahnúturinn mun svo verða 12. bindið með ýmsum óútgefnum skjölum
varðandi jarðabókina. Kvaðst forseti vilja vekja athygli allra félagsmanna á
þessu merka heimildarriti um landbúnað og efnahag í upphafi 18. aldar. — í
lok þessa árs er 200 ára afmæli Bjama Thorarensens skálds og amtmanns, og
er stefnt að því af hálfu Fræðafélagsins að ljúka þá útgáfu bréfa Bjama með 2.
bindi, í útgáfu prófessors Jóns Helgasonar, sem sá um útgáfu 1. bindis fyrir
mörgum árum. Hafði prófessor Jón unnið að þessu verki fyrir alllöngu, en
því var ólokið og tók hann upp þráðinn að nýju fyrir fáum árum, svo að
útgáfan mun væntanlega senn geta séð dagsins ljós. Hefur alltaf verið fagn-
aðarefni að fá nýjar útgáfur frá hendi hins nýlátna eljumanns á sviði íslenzkra
fræða; þar sem hann lagði hönd að verki, þurfti ekki að bæta um betur.
Skýrslu sinni lauk forseti Sögufélags, Einar Laxness, með eftirfarandi
orðum:
„Ég vil við þetta tækifæri taka fram og leggja áherzlu á, að það er
Sögufélagi gleðiefni að geta minnzt 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar með
útgáfu nýs bindis í Safni til sögu Reykjavíkur. Allt frá árinu 1968 hefur félagið