Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 1. tbl. 2011 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson, Þorsteinn Eyþórsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar- dóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Keppendur frá Ungmennasambandi Vestur- Húnvetninga ganga inn á íþróttavöllinn við upphaf Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi 2010. Eins og endranær blasir við við- burðaríkt sumar en Ungmenna- félag Íslands stendur fyrir áhuga- verðum verkefnum sem mörg hver hafa slegið í gegn á undanförnum árum. Unglingalandsmótið verður á Egilsstöðum um verslunarmanna- helgina en þau mót hafa vakið mikla athygli og dregið til sín fjölda keppenda og gesta. Undirbúning- ur fyrir mótið stendur sem hæst en aðstæður til keppni og útivistar verða mjög góðar. Fjölskyldan á fjallið verður á sín- um stað en í því verkefni tóku þátt yfir 15 þúsund manns á síðasta sumri. Frjálsíþróttaskólinn verður rekinn með svipuðu sniði og áður en þetta verður fjórða sumarið í röð sem hann er starfræktur. Mjög góð þátt- taka var í skólanum í fyrrasumar og greinilegt er að þetta verkefni er komið til að vera. Ungmennafélag Íslands ákvað í fyrra að gefa verkefnum á sviði almenningsíþrótta aukið vægi í starfseminni. Með því er verið að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Verkefnið ber heitið Hættu að hanga! – Komdu að synda, hjóla eða ganga. Góð þátttaka var í þessu verkefni í fyrra og er búist við að hún verði enn meiri í ár því að mikil vakning er fyrir hreyfingu almennt um þessar mundir. Í sumar verður haldið fyrsta Landsmót UMFÍ 50+. Mótið er sér- staklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Mótið verður haldið á Hvamms- tanga dagana 24.–26. júní. Fram- kvæmd mótsins verður í höndum UMFÍ, Ungmennasambands Vestur- Húnvetninga og Sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru golf, pútt, sund, frjálsar, blak, hestaíþróttir, þríþraut, brids, boccia, skák, línudans, hjól- reiðar og starfsíþróttir. Ásamt keppni verður ýmislegt fleira í boði eins og fræðsluerindi og fyrirlestrar um hreyfingu og næringu. Vorið er ekki langt undan og oft er sagt að sumarið sé tíminn. Á þessum tímum í þjóðfélaginu er brýnt að við stöndum saman og nýtum tímann vel með börnunum okkar og fjölskyldunum. Sá tími er vel nýttur og hann skilar sér marg- falt til baka þegar upp er staðið. Viðburðaríkt sumar fram undan Nýr starfsmað- ur til UMFÍ Guðbirna Kristín Þórðardóttir hóf störf nú um áramótin sem ritari í þjónustu- miðstöð Ungmennafélags Íslands. Tók hún við starfi Öldu Pálsdóttur. „Starfið leggst vel í mig og ég er full tilhlökkunar. Ungmennafélagshreyf- ingin er stór og það er spennandi að fá að vinna í henni,“ sagði Guðbirna Kristín Þórðardóttir. Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Á þriðja tug nemenda við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti kom í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ 16. febrúar sl. til að kynnast starfsemi hreyfingarinnar. Nemendurnir voru flestir af íþróttabraut skólans og komu í fylgd Torfa Magnús- sonar íþróttakennara. Nemendurnir fræddust um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og sýndu heimsókninni mikinn áhuga. Anna R. Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins, fræddi nemend- urna um verkefnið og það sem er í boði fyrir þá í Evrópu. Nemendur af íþrótta- braut Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafa komið reglulega í heimsókn í þjónustu- miðstöðina hin síðustu ár. Þó nokkuð er um það að hópar komi og fræðist um starfsemina innan UMFÍ. Nemendur af íþróttabraut FB kynntu sér starfsemi UMFÍ Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.