Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Námskeið í félagsmála- fræðslu, undir yfirskrift- inni Sýndu hvað í þér býr, voru haldin í Klé bergsskóla á Kjalarnesi og í Versölum í Kópa- vogi í febrúar sl. Í mars voru námskeið haldin á Hólmavík, Egilsstöðum og Neskaupstað. Námskeiðin voru ágætlega sótt og nefna má að þátttakendur á nám- skeiðinu á Kjalarnesi voru frá Ungmenna- félagi Kjalnesinga og björgunarsveitinni á svæðinu. Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel. Þátttakendurnir tóku virkan þátt í því og stóðu sig með prýði. Þátttakendur á námskeiðinu í Klébergsskóla. Hlutverk námskeiðsins, Sýndu hvað í þér býr, er að sjá þátttakendum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköp- um. Ennfremur er farið í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning og radd- beitingu, svo að eitthvað sé nefnt. Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, kennir á þessum námskeiðum. Geta áhugasamir snúið sér til hans og fengið frekari upplýsingar í þjónustu- miðstöð UMFÍ eða sent tölvupóst á net- fangið sigurdur@umfi.is. Námskeiðið Verndum þau var haldið í Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundar- firði 11. janúar sl. Ungmennafélag Íslands, Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu og mennta- og menningarmálaráðuneytið stóðu að námskeiðinu. Frábær þátttaka var og mættu 50 full- trúar frá grunnskólum, leikskólum, fél- agasamtökum, íþróttahreyfingunni, FSN, FSSF, sem og foreldrar. Námskeiðið var í höndum Ólafar Ástu Farestveit. Nokkur námskeið undir yfirskriftinni Verndum þau hafa verið haldin í vetur. Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla og í leik- og frí- stundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn; sum eiga undir högg að sækja, eru beitt ofbeldi – líkamlegu, kyn- ferðislegu eða andlegu – eða eru van- rækt á einhvern hátt. Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum heima fyrir, í skóla eða annars staðar og viti hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau og það er ætlað þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Á námskeiðunum er farið yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða of- beldi gegn börnum og unglingum. Nám- skeiðið var frítt og öllum opið. Vel sótt námskeið í Grundarfirði Frá námskeiðinu Verndum þau sem haldið var í Grundarfirði. Fjöldi verkefna Innan vébanda Ungmennafélags Íslands er haldið utan um fjölda verkefna á flestum sviðum er spanna starfsemi ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Auk þess sem nefnt hefur verið hér að framan má nefna Frjáls- íþróttaskóla UMFÍ sem rekinn er á sumrin, rekstur íþrótta- og tómstundabúða að Laug- um í Sælingsdal, útgáfu Skinfaxa sem verið hefur málgagn hreyfingarinnar og komið út samfellt í yfir 100 ár, rekstur skrifstofu Evrópu unga fólksins og heimasíðu UMFÍ, þar sem er fjöldi upplýsinga, m.a. um styrktarsjóði UMFÍ, en þeir eru Fræðslusjóður, Verkefna- sjóður og Umhverfissjóður. Í þá sjóði geta öll félög innan UMFÍ sótt um styrki. Eins og gef- ur að skilja eru íþróttir og íþróttastarf stærsti pósturinn innan vébanda ungmennafélags- Námskeiðið VERNDUM ÞAU: hreyfingarinnar. Þar rúmast þó ýmsir fleiri málaflokkar eins og menning og listir, um- hverfismál o.fl. UMFÍ í stöðugri sókn Þó að Ungmennafélag Íslands sé orðið yfir 100 ára gamalt er það síungt og hefur undan- farinn áratug verið í stöðugri sókn. Undir- stöður samtakanna hafa verið treystar, bæði félagslega og fjárhagslega, m.a. með aukn- um fjárframlögum frá hinu opinbera. Starf samtakanna hefur aldrei verið fjölbreyttara. Hreyfingin hefur átt mikið og gott samstarf við hið opinbera í ýmsum málaflokkum er tengjast forvörnum og íþrótta- og æskulýðs- starfi í landinu. Einnig hefur samstarf við sveitarfélög verið gott, til að mynda þar sem Unglingalandsmót og Landsmót hafa verið haldin. Mótahaldinu hefur á mörgum stöðum fylgt öflug uppbygging íþróttamannvirkja. Á tímum þegar kreppir að í þjóðfélaginu er mikilvægt að staðið sé þétt við bakið á allri starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga í landinu. UMFÍ gegnir þar mikilvægu hlutverki. UMFÍ hefur þurft að taka á sig lækkun fram- laga frá hinu opinbera eins og flestar stofn- anir í landinu. Því hefur verið mætt með hagræðingu og sparnaði í rekstri samtak- anna sem skilað hefur góðum árangri og þannig tryggt að þjónusta og stuðningur við sambandsaðila og aðildarfélög haldist. Ungmennafélag Íslands er hornsteinn sem ávallt hefur verið til staðar fyrir íþrótta- og ungmennafélögin í landinu. Um hann verð- um við öll að standa vörð og tryggja að svo verði áfram um ókomin ár. Námskeið í félagsmálafræðslu: Sýndu hvað í þér býr

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.