Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Frjálsar: Meistaramót Íslands 15–22 ára fór fram helgina 29.–30 janúar sl. í Frjálsíþrótta- höllinni og náðist frábær árangur í mörg- um greinum. ÍR sigraði með yfirburðum, fékk 491,3 stig eða 326,6 stigum fleira en það félag sem lenti í öðru sæti sem var HSK/Selfoss og í því þriðja varð UFA með 153,5 stig. ÍR-ingar hlutu flest stig á Meistaramóti Íslands 11–14 ára sem fram fór í Laugar- dalshöll 26.–27. febrúar sl., með 500,5 stig. Lið FH varð í öðru sæti, eftir jafna keppni við ÍR, með 470 stig og lið HSK/Selfoss í 3. sæti með 352 stig. Lið FH varð stigahæst í fjórum aldursflokkum á mótinu af átta, ÍR í tveimur en Skagfirðingar og HSK/Sel- foss í sitthvorum aldurshópnum. Góð þátttaka var í mótinu en alls hlutu stig 18 lið, víða að af landinu. 337 kepp- endur voru skráðir til leiks en fyrir tveim- ur árum tóku um 280 keppendur þátt í þessu móti. Af þátttöku í mótinu má sjá að frjálsar íþróttir njóta vaxandi vinsælda víða um land. Fjölmennustu greinarnar voru 60 m hlaup 13 ára stúlkna þar sem 52 keppendur mættu til leiks og 12 ára stúlkna og 13 ára pilta en 42 keppendur mættu til leiks í þessum greinum. Fimm stúlkur frá Ungmennasamband- inu Úlfljóti kepptu á mótinu og stóðu sig með prýði. Greinilega eru þarna á ferð upprennandi stúlkur í frjálsum íþróttum. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir er þjálfari stúlkn- anna. Hún sagði þær mjög áhugasamar og það væri alltaf spennandi að koma til Reykjavíkur og keppa við toppaðstæður. Aðstæður góðar eystra „Það er alltaf ákveðinn hópur sem æfir frjálsar innan USÚ og aðstæður eystra eru Meistaramót Íslands 15–22 ára: Góður árangur í mörgum greinum Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, bætti sig í þeim tveim greinum sem hún keppti í og setti Íslandsmet í sínum aldurs- flokki (20–22 ára) í kúluvarpi. Helga Margrét kastaði kúlunni 14,99 metra og hljóp 60 m grindahlaup á 8,69 sekúndum sem lofar góðu fyrir framhaldið. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, varð fimm- faldur Íslandsmeistari í sínum aldurs- flokki (16–17 ára) og bætti Íslandsmetið í 200 m hlaupi í aldursflokknum þegar hún hljóp á 24,92 sekúndum. Hún sigraði enn- fremur í 60 m grindahlaupi, langstökki, 200 m hlaupi og var í sigursveit meyja í 4x200 m boðhlaupi. Sveinbjörg Zophon- íasdóttir, USÚ, hreppti þrenn gull og tvenn silfurverðlaun en hún sigraði í langstökki, kúluvarpi og hástökki og varð í öðru sæti í 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi í sínum aldursflokki (18–19 ára). Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki, varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldurs- flokki (18–19 ára) og sigraði í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi. Þá varð Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, einnig þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki (16–17 ára) en hann sigraði í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi. Bjarki Gíslason, UFA, setti Íslands- met í stangarstökki í sínum aldursflokki (20–22 ára) og stökk 4,83 metra en hann hefur verið að bæta sig að undanförnu. Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti Íslandsmet í sínum aldursflokki (20–22 ára) í kúluvarpi á MÍ 15–22 ára. „Mjög stolt af stelpunum á mótinu“ – segir Jóhanna Íris Ingólfs- dóttir, þjálfari USÚ. mjög góðar en byggður var frjálsíþrótta- völlur í tengslum við Unglingalandsmót- ið á Hornafirði 2007. Við bíðum alltaf eftir því að komast út á vorin til að æfa. Kepp- endur frá okkur stóðu sig vel á mótinu og miðað við að við höfum litla aðstöðu innandyra voru stelpurnar að gera góða hluti á meistaramótinu. Þær voru að stökkva í gryfju í fyrsta sinn síðan í ágúst í fyrrasumar. Ég var mjög stolt af þeim á mótinu,“ sagði Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari hjá USÚ, í spjalli við Skinfaxa. Stefnum á öll mót í sumar „Við eigum efnilegt frjálsíþróttafólk og svo hafa þær góða fyrirmynd en frjáls- íþróttakonan Sveinbjörg Zophoníasdótt- ir, sem er í fremstu röð, er héðan frá Hornafirði. Aðstæður hér eystra voru ekki sérstakar þegar hún byrjaði að æfa en ef viljinn er fyrir hendi er allt hægt. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna með krökkunum. Þetta er gefandi starf en get- ur stundum verið mjög krefjandi. Við ætlum að stefna að því að fara á öll mót í sumar sem hægt verður að komast á. Foreldrar krakkanna eru mjög virkir og áhugasamir sem hefur mikið að segja. Þeir standa þétt við bakið á krökkunum sínum,“ sagði Jóhanna Íris Ingólfsdóttir. Frá vinstri: Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Anna Soffía Ingólfs- dóttir, Alrún Iren Stevensdóttir, Sigrún Salka Hermanns- dóttir og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, þjálfari. Á myndina vantar Elínu Ásu Heiðarsdóttur. USÚ með fimm keppendur á Meistaramóti Íslands 11–14 ára:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.