Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Ég finn fyrir krafti meðal mótshaldara Unglingalandsmótsins sem verður á Fljótsdalshéraði í sumar og mótshaldarar eru staðráðnir í að halda besta Unglinga- landsmót sem haldið hefur verið“. Þetta sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, á borgarafundi á Egilsstöð- um þar sem mótið var kynnt 3. mars sl. Á fundinum var meðal annars undirrit- aður samningur milli sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, UMFÍ og UÍA um mótið. Fljótsdalshérað leggur til aðstöðu og ýmsa þjónustu en UÍA heldur mótið. Áætlað er að um 3–400 sjálfboðaliðar komi að mótinu um verslunarmanna- helgina. Á fundi undirbúningsnefndar mótsins var gengið frá ráðningu verkefnisstjóra, Heiðar Vigfúsdóttur, sem þegar hefur hafið störf. Enn hafa keppnissvæði í knattspyrnu og mótokrossi ekki verið staðfest en þau mál eru í vinnslu. Búist er við að um 8000–10.000 gestir sæki mótið. Gert er ráð fyrir 1200–1700 keppendum en metþátttaka, 1700 Heiður Vigfúsdóttir hefur verið ráðin verk- efnastjóri 14. Unglingalandsmóts UMFÍ og hóf hún störf nú í mars. Heiður er fædd í Reykjavík, bjó síðan í fjögur ár á Neskaupstað en lauk mennta- og háskóla- námi í Reykjavík. Síðan bjó hún á Spáni í þrjú ár og var þar við skíðaþjálfun. Heiður fór eftir það með eiginmanni til Ástralíu í frekara nám og endaði að því búnu aftur á Austurlandi. Borgarafundur vegna Unglingalandsmóts á Egilsstöðum: manns, var í Borgarnesi í fyrra. Móts- haldarar óttast ekki að fjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu dragi úr áhuga gesta. Þvert á móti er mótið orðið fastur liður í sumarferðum margra fjölskyldna og starfi héraðssambanda. Margir hlakka til að heimsækja Fljótsdalshérað í fyrsta sinn. Nýjar keppnisgreinar hafa bæst við en í ár verður í fyrsta sinn keppt í fimleik- um. Nýir samstarfsaðilar hafa verið kynntir til sögunnar en þeir eru Eimskip og Alcoa. Auglýst hefur verið eftir félaga- samtökum sem áhuga hafa á veitinga- sölu á mótinu en hún hefur oft reynst þeim drjúg. Frá borgarafundinum á Egilsstöðum, en við það tækifæri var undirritaður samningur á milli sveitar- félagsins Fljótsdalshéraðs, UMFÍ og UÍA um mótið. Mótið orðið fastur liður í sumarferðum hjá fjölskyldum Spennandi starf sem ég hlakka til að takast á við Heiður Vigfúsdóttir, verkefnastjóri Unglinga- landsmótsins á Egilsstöðum: Ungmennafélagsandinn kemur að góðum notum „Ég var og er mikil íþróttamanneskja og æfði flestar íþróttagreinar á Húsavík og keppti í þeim. Ég man vel eftir Lands- mótum og Ungl- ingalandsmótum í gegnum tíðina en aðallega keppti ég í frjálsum íþróttum undir hatti HSÞ. Ég þekki vel ungmennafélagsandann sem kemur mér eflaust að góðum notum í starfinu fyrir Unglingalandsmótið. Ég starfaði um tíma hjá fyrirtæki í við- burðastjórnun þannig að ég hef skipu- lagt ferðir, stóra viðburði og fjölskyldu- skemmtanir. Þessi reynsla á eftir að nýt- ast mér í verkefnastjórastarfinu. Þetta er mjög spennandi starf sem ég hlakka til að takast á við. Ég er að fara að starfa með skemmtilegu fólki sem verður líka spennandi,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum í sumar, í spjalli við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.