Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 Bryndís Ólafsdóttir Sundferill Bryndísar Ólafsdóttur stóð sem hæst seint á níunda áratug síðustu aldar. Bryndís setti nokkur glæsileg Íslandsmet á ferlinum sem hafa staðist tímans tönn. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem það síðasta féll. Bryndís tók þátt í nokkrum stórmótum á erlendri grund en þar ber hæst þátttöku á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Hún tók auk þess þátt í nokkr- um Evrópumótum. Bryndís keppti undir merkjum Ungmennafélags Selfoss, Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn, Sundfélagsins Ægis og Keflavíkur. Setti nokkur met fyrir Ólympíuleikana í Seoul „Það má segja að mesti uppgangstími minn í sundinu hafi verið fyrir Ólympíu- leikana í Seoul. Þá setti ég nokkur met og eitt þeirra tryggði mig inn á Ólympíuleik- ana,“ sagði Bryndís í spjalli við Skinfaxa. „Þegar ferlinum lauk settist ég á skóla- bekk í Íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni og í kjölfarið fór ég út í kraftlyfting- ar. Ég fluttist búferlum til Þýskalands og bjó þar um tíu ára skeið og kom heim „Ferillinn skemmtilegur, gefandi, en jafnframt erfiður“ Bryndís Ólafs- dóttir var ein sterkasta sund- kona landsins um árabil. Hún setti fjölda Íslandsmeta á glæsilegum ferli sínum. 2005. Í dag er ég sjúkraþjálfari í Mætti sem ég á með öðrum. Ég lærði sjúkraþjálf- unina í einkaháskóla í Þýskalandi. Þá sé ég um þrekþjálfun hjá handboltaakadem- íunni við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hef verið sundþjálfari hjá sunddeild Ungmennafélags Selfoss í fimm ár. Ég keppi í dag í kraftlyftingum og setti á dögunum Íslandsmet í mínum aldursflokki,“ sagði Bryndís. HVAR ERU ÞAU Í DAG? Reynsla og þekking hafa hjálpað mér – Það er greinilegt á öllu að íþróttirnar hafa gefið þér mikið. „Íþróttirnar hafa leikið stórt hlutverk í lífi mínu. Reynslan og þekkingin, sem ég hef aflað mér, hefur hjálpað mér mikið í þeim störfum sem ég er að vinna í dag. Þegar ég lít til baka var keppnisferillinn í sundinu mjög skemmtilegur, gefandi og jafnframt erfiður. Ég hefði ekki fyrir mitt litla líf vilja missa af þessum tíma. Þessi reynsla nýtist manni mest persónulega en maður temur sér mikinn sjálfsaga. Íþróttirnar toga mikið í mann og ég fór í sjúkraþjálfun því ég vildi ekki vera þjálfari með litla menntun. Ég vildi afla mér eins mikillar menntunar og ég gæti,“ sagði Bryndís. Sundið gengur í bylgj- um eins og allt annað – Hvernig finnst þér sundið standa í dag? „Mér finnst framfarirnar hafa orðið minni en maður átti von á. Í kringum 1980–1980 voru miklar framfarir en þetta gengur í bylgjum eins og allt annað,“ sagði Bryndís Ólafsdóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.