Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum: Merkjum mikla grósku í íþróttinni – segir Jónas Egilsson, fram- kvæmdastjóri FRÍ. „Það er koma fram ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Við merkjum mikla grósku í íþróttinni, ennfremur er umfjöll- un fjölmiðla mun meiri en áður og allt hefur þetta áhrif. Við eigum góðar fyrir- myndir sem er afar mikilvægt fyrir þau yngri sem eru að stíga sín fyrstu skref. Aðstæður hafa batnað mikið á síðustu árum og það hefur óneitanlega mikil áhrif. Við getum ekki annað en horft björtum augum til framtíðar,“ sagði Jónas Egils- son, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasam- bands Íslands, í samtali við Skinfaxa. Lið ÍR-inga vann heildar- stigakeppnina Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, var ekki langt frá því að ná lágmörkunum fyrir EM innan- húss í París í mars á Meistaramóti Íslands sem haldið var í Laugardalnum 5.–6. febrú- ar sl. Þorsteinn stökk 7,55 metra en lág- markið er 7,75 metrar. Hann var nálægt því að ná lágmarkinu í lokastökkinu en stökk- ið var ógilt. ÍR-ingar voru sigursælir á Meistaramót- inu. Þeir urðu stigahæstir í karla- og kvennakeppninni. ÍR hlaut samtals 30.696 stig í heildarstigakeppninni en sameinað lið HSK/Selfoss kom næst með 14.102 stig, FH varð í 3. sæti með 13.951 stig og UFA í 4. sæti með 13.630 stig. ÍR-ingar hlutu 11.391 stig í stigakeppni karla en Breiðablik kom þar næst með 9.190 stig. FH-ingar voru skammt undan með 9.131 stig. Í stigakeppni kvenna hafði ÍR mikla yfirburði og náði í 19.305 stig. HSK/Selfoss kom næst með 8.456 stig og UFA náði í 6.887 stig. Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Selfoss, og Sölvi Guðmundsson, Breiðabliki, urðu Íslandsmeistarar í fjölþrautum sem fram fór helgina 12.–13. febrúar sl. Fjóla Signý fékk 3377 stig í fimmtarþraut en Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR, sem var sigurstrang- legust, gerði öll stökk ógild í langstökki og hætti keppni. Sölvi fékk 4362 stig í sjöþraut karla en Einar Daði Lárusson, ÍR, sem einnig var talinn sigurstranglegur í karlaflokki, felldi byrjunarhæð í stangar- stökki og hætti keppni. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, sigraði í flokki 17–18 ára með 5110 stig- um, Sindri Hrafn Guðmundsson, einnig úr Breiðabliki, sigraði í flokki pilta 17 ára og yngri með 3511 stigum. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, sigraði í flokki 17 ára og yngri og fékk 3594 stig. Kristín Birna með besta afrek mótsins Besta afrek mótsins samkvæmt stigakerf- inu vann Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR, sem fékk 1.033 stig fyrir að koma í mark á 8,60 sekúndum í 60 m grindahlaupi þar sem hún bætti besta árangur sinn. Einar Daði Lárusson setti Íslandsmet í sínum aldurs- flokki (20–22 ára) í 60 m grindahlaupi þegar hann hljóp á 8,18 sekúndum. Af öðrum helstu úrslitum má nefna að Óli Tómas Freysson, FH, reyndist fljótastur allra en hann kom í mark á 7 sekúndum sléttum í 60 m spretthlaupi. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, vann í kvennaflokki á 7,86 sekúndum en hún varð einnig í Frjálsar: öðru sæti í langstökkskeppni þar sem Sveinbjörg Zophoníasdóttir, USÚ, vann sigur með 5,98 metra stökki. Kolbeinn Hörður Gunnarsson, Ungmennafélagi Akureyrar, varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi karla á 50,47 sekúndum og Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki, í flokki kvenna á 57,02 sekúndum. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, vann kúluvarpskeppnina með því að varpa kúlunni 13,90 metra og varð í öðru sæti í hástökki. Þar vann Helga Þráinsdóttir en báðar stukku yfir 1,64 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, varð Íslandsmeistari í kúluvarpi með 18,31 metra. FH vann þrefaldan sigur í kúluvarpi karla. Ungmennafélagar Íslandsmeistarar í fjölþrautum Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Selfoss, Íslands- meistari í fjölþrautum kvenna. Sveinn Elías Sveins- son, Fjölni, kemur í mark í 60 m hlaupi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.