Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands HVAR ERU ÞAU Í DAG? Eðvarð Þór Eðvarðsson Eðvarð Þór Eðvarðsson skipar sér á bekk á meðal sterkustu sundmanna sögunnar hér á landi. Eðvarð Þór var á sínum tíma í hópi sterkustu baksunds- manna í heiminum en hann komst meðal annars í úrslit í 200 metra bak- sundi á heimsmeistaramótinu í Madríd 1986. Þetta var á þeim tíma besti árangur sem íslenskur sundmaður hafði náð. Hann setti auk þess Norður- landamet og varð þá annar Íslending- urinn til að setja Norðurlandamet í sundi. Hann bætti það síðan á Evrópu- mótinu í Strassborg 1987 og það met stóð í fimm ár. Sama ár hafnaði Eðvarð Þór í þriðja sæti í 200 metra baksundi í Evrópubikarkeppni innanhúss í Malmö. Eðvarð Þór synti alla tíð fyrir Ungmennafélagið Njarðvík. Fór upp úr lauginni til að þjálfa „Ég menntaði mig sem kennara og fór síðan í framhaldsnám í stjórnun mennta- stofnana. Í dag er ég aðstoðarskólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ og sundþjálfari hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Ég er búinn að starfa við sundþjálfun alveg frá því að mínum sundferli lauk. Við get- um sagt að ég hafi farið upp úr lauginni „Get ekki hugsað mér betri hluti til að hafa í minningunni“ til að þjálfa. Ég hef afskaplega gaman af því að þjálfa og alltaf eru nýir vinklar á þjálfunina eftir því sem maður eldist og þroskast. Ég er íþróttakennari í grunninn og hef lokið öllum þjálfarastigum sem viðkoma sundinu. Ég fór m.a. til Dan- merkur á sínum tíma og var þar um tveggja ára skeið og þjálfaði þar félags- lið,“ sagði Eðvarð Þór í spjalli við Skinfaxa. Að ofan: Eðvarð Þór ásamt tveim- ur barna sinna. Að neðan: Eðvarð Þór Eðvarðsson, íþróttamaður ársins 1986. Sundið hefur gefið mér mikið – Þegar þú lítur yfir farinn veg, hefur keppnis- ferillinn og þjálfunin gefið þér mikið? „Þetta var frábær tími. Ég get ekki hugsað mér betri hluti til að hafa í minn- ingunni. Það sem stendur upp úr á ferli mínum er að komast í úrslit á Heims- meistaramótinu í Madríd 1986 og þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð sama ár. Norðurlandametið er líka ofar- lega í minningunni og ég var síðan oft í úrslitum á Evrópumeistaramótum. Það var síðan ofsalega gaman að vera kjörinn íþróttamaður ársins 1986. Ég komst svo í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Sundið hefur gefið mér mikið og ég nýt þess enn í dag. Sundið hefur kennt manni margt í frábærum félagsskap, hvernig maður vill haga lífinu varðandi taktík og skipulag,“ sagði Eðvarð Þór. – Á hvaða vegi finnst þér sundíþróttin vera í dag? „Góðum að mörgu leyti. Þetta er harð- ur heimur og það er svo margt annað sem glepur. Þetta er erfið íþrótt sem krefst mikils sjálfsaga. Ég held því fram fullum fetum að einstaklingsbundinn ávinningur sé gríðarlega mikill. Sem dæmi vil ég nefna að ég er að hitta krakka sem ég þjálfaði fyrir 15 árum og maður nýtur þess að sjá hvar þau eru stödd í lífinu og hvað þau hafa getað tamið sér,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.