Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 5
En dvölin þarna var góö. Strákarnir sem unnu þarna voru á aldur viö mig,
margir menntamenn sem höföu fariö út á þessa braut og sáu ekki eftir því.
Peir töluöu því flestir ensku og dálitla þýsku og þaö má segja aö þaö hafi
tafið fyrir frönskunáminu. Ég læröi þó eitthvaö, var fljótur aö ná slanginu og
þaö kom fljótt aö nota frönskuna í daglegum samskiptum. Einu vandamálin
sem ég lenti í var vegna dvalarleyfa og atvinnuleyfa. Þaö tók nokkra mánuöi
að fá þau á hreint og gekk eiginlega ekki fyrr en eftir að íslenski
sendiherrann haföi skrifað fyrir mig bréf til viðkomandi sýslumanns.
Haföiröu sérstakan leiöbeinanda?
- Eiginlega ekki og ég læröi kannski einna minnst af húsbóndanum
sjálfum. Mest læröi ég af þeim sem ég vann meö og þótt þeir litu ekki á sig
sjálfir sem sérstaka orgelsmiði voru þeir mjög góöir handverksmenn og um
leið fékk ég innsýn í franska menningu og hugsunarhátt. Þaö fannst mér
ekki síöur mikils viröi því segja má aö allt byggist þetta meira og minna upp
á hefö og menningu sem við erum aö varöveita.
Höföuö þiö fleiri verkefni?
— Já, um tíma unnum viö aö smíöi orgels í klausturkirkju, hjá reglu sem
er eins konar móöurregla Benediktamunkanna. Kirkjan var frá 12. öld, stór
og mikil, rómönsk og meö góöum hljómburði. Þarna var verið aö smíöa nýtt
35 radda orgel og hafði orgelsmiður okkar hluta af verkinu. Viö unnum þarna
í ein tvö skipti, viku í senn. Viö bjuggum og borðuðum meöal munkanna
og þótt þeir boröuöu sjálfir ekki kjöt eða drykkju ekki vín þá áttu þeir þaö til
handa okkur. Þeir voru miklir meinlætamenn, sungu messur oft á dag þrátt
fyrir skarkalann I okkur og þeir máttu ekki tala saman innbyröis. Þeir komu
því oft í heimsókn upp á orgelsvalirnar, einn og einn í senn og höföu þá
mikið aö segja okkur.
ORGANISTABLAÐIÐ 5