Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 1
ORGANISTABLAÐIÐ 1985 og 1986 18.árg. Organistablaðið og sálmasöngur „Ég þoli ekki þennan einradda söng." „Þaö er enginn friöur fyrir hávaðanum í næsta manni". „Fjögurra radda sálmasöngur er svo miklu fallegri"! Álíka staöhæfingar eru ekki óþekktar meöal kirkjufólks, þar sem brugöið hefur verið frá þeirri séríslensku aldamótahefð, að syngja alla sálma í fjórum röddum af söngpalli og í staðinn að syngja þá einraddaða til að örva þátttöku safnaðanna. Á forsíðu Organistablaðsins, 17. árg. 2. tbl., birtist grein, sem áður hafði sést í lesendadálki víðlesins dagblaðs. Þar hljómar kraftmikill söngur hins vonsvikna kirkjugests, sem harmar öfugþróun, einradda sálmasöng og messuform handbókarinnar frá 1981. Þessi grein vakti migtil umhugsunar um stöðu Organistablaðsins, að þurfa að nota slíkt efni sem aðfararorð í fagtímariti, sem einkennast ætti af málefnalegri umræðu um þá hluti, er á einn eða annan hátt snerta starf organistans. Staðhæfingar um hvort réttar sé að syngja sálma einradda eða 4ra radda eru marklausar, nema til grundvallar liggi rök, en ekki tilfinningasemi byggð á staðbundnum hefðum sprottnum úr jarðvegi takmarkaðs tímabils í íslenskri kirkjusöngsögu. Öll umfjöllun, sem upplýsir og leitast við að grafast fyrir rætur viðfangsefnis, í þessu tilfelli eðli sálms og messugjörðar, er góð og samboðin fagtímariti á borð við Organistablaðið. Þess vegna hefur orðið samkomulag í ritstjórn Organistablaðsins að beina athyglinni í næstu tölublöðum meira að þessum þáttum, sálminum og notkun hans í helgihaldinu og hinu „nýja" messuformi frá 1981. Sú von vaknar að blaðið megi þannig leggja sitt af mörkum að opna hugi lesenda sinna, organista og kirkjufólks, til frjórrar umræðu um lifandi helgihald og virka þátttöku safnaðanna í því. Þannig þjónar málgagn organista best þeim málstað, sem ætti að vera fullkomin samstaða um þeirra á meðal og greiðir götu nýjum og lifandi söng í kirkjunni. f.h. ritnefndar H.Á.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.