Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 13
Minning
Ólafur Guðmundsson ff á Hvanneyri
10.11.1927 — 26.5.1985
Á síðasta ári, er vorið hafði rétt heilsað, lést Jón Ólafur Guðmundsson.
Ólafur var organisti í Hvanneyrarkirkju í 30 ár. Hann hafði kennt sjúkleika
og á örskömmum tíma var hann allur.
Er ég hugsa til baka þau 25 ár sem ég þekkti hann koma fram í hugann
margar svipmyndir og minningar sem allar eru Ijúfar. Ólafur var í þeim hópi
manna er þannig koma fram að öllum þykir vænt um þá. Allt yfirbragð hans
og öll framkoma bar vott um gott og göfugt hjartalag. Við störfuðum oft
saman að kóramótum og hittumst þá oft á fundum, nokkrir organistar úr
Borgarfjarðarprófastdæmi. Þá gripu þeir oft í að spila saman á tvö píanó,
Ólafur og Guðjón Pálsson. Ég minnist sérstaklega eins þessara funda, sem
var á heimili mínu, hve skemmtilegt var að heyra þessa tvo menn „leika af
fingrum fram“, eins og það er kallað.
Ég sé ennþá fyrir mér er Ólafur stjórnaði kór sínum á kóramóti í
Akraneskirkju. Stjórn hanseinkenndist aföryggiog kunnáttu. Þarviðbættist
næmi hans fyrir hreinum söng sem er grundvallaratriði kórþjálfunar.
Því miður var Ólafur alla ævi svo störfum hlaðinn að tónlistin varð ætíð
að vera í hjáverkum hjá honum eins og svo mörgum öðrum, en hæfileikana
skorti ekki. Hann lék á mörg hljóðfæri: orgel, píanó og harmonikku. Ólafur
var einnig frábær kennari hvort sem var við hljóðfærakennslu eða við
Bændaskólann á Hvanneyri, en þar kenndi hann mestan hluta starfsævi
sinnar.
Þá var hann forstöðumaður Bútæknideildar rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins á Hvanneyri. Það mátti segja að allt léki í höndum hans í
sambandi við tónlistina en verklagni hans var einnig við brugðið í sambandi
við allt sem að vélum og tækni laut. En hugur hans var ætíð bundinn
tónlistinni. Um tuttugu ára skeið hafði hann í kirkjunni á Hvanneyri orgel
með fótspili - rafmagnsorgel - með tveimur borðum og pedal og auðvitað
komst hann fljótt upp á lagið með að leika á það. Oft voru uppi áform af
hans hálfu að helga sig meir tónlistinni, en annir daganna og skyldurækni
á öðrum sviðum komu oftast í veg fyrir það að hann gæti sinnt þessari
köllun sinni eins og hugur hans stóð til.
Margar góðar stundir átti ég er Ólafur kom og heimsótti mig þegar hann
var á ferð á Akranesi. Við töluðum víst sjaldan um neitt annað en tónlist og
hljóðfæraleik. Þegar ég lít til baka þá verður mér tíðhugsað til þess látleysis
og þeirrar hlédrægni er einkenndi alla framkomu Ólafs ásamt þeim
ORGANISTABLAÐIÐ 13