Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 11
Prinzipal 4 Mixturl’ Rohrflöte4’ Oktave 2’ Orgelhúsið er úr ómáluðu mahogny, en svipar að öðru leyti til útlits Út- skálaorgelsins, með því að það er á sama hátt staðsett út við vegg og er þrí- hyrningslaga ofan til. Hér er þó öllu rýmra á söngloftinu og hefði átt að vera hægt að staðsetja hljóðfærið fyrir miðju og fá þannig „symmetríska" framhlið, sem hefði hæft útliti þessarar kirkju mun betur. Með því að smíða hljóðfærið svona inn í hornið, þétt undir þakið, glatast að nokkru sú tilfinning að orgel sé sjálfstæð eining í eigin húsi, og ekki einhvers konar innrétting í kirkjunni. Kálfatj amarkirkj a I. Hljómborð Gedeckt8’ Prinzipal4’ Mixturl’ II. Hljómborö Koppelflöte 8’ Salizional 8’ Rohrflöte4’ Oktave 2’ Krummhorn8’ Fótspil Subbass16’ Orgelhúsið er úr mahogny og að fullu „symmetrískt”, sem hæfir vel þess- ari kirkju. Hins vegar hefði farið betur að það væri málað í einhverjum lit sem passar þarna inn, því það gerir viðarliturinn engan veginn. Gólfið undir org- elinu virðist vera ójafnt og er orgelið mjög óstöðugt ofan á því. Þarf ekki ann- að en hraðan leik á fótspilið til að hljóðfærið leiki allt á reiðiskjálfi. Þetta skap- ar nokkurn hávaða og önnur óþægindi, auk þess sem það hlýtur að færa stillingu orgelsins fljótt úr lagi. Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Ritnefnd: Heiðmar Jónsson s. 621630, Helgi Bragason og Hörður Áskelsson formaður. Dreifing: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37,104 Reykjavík s. 34680. Stjórn Fólags íslenskra organleikara: Pröstur Eiríksson formaður, Guðni Þ. Guðmundsson gjaldkeri og Kjartan Sigurjónsson ritari. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.