Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 19
þessu máli lið hvert á okkar stað, ef við viljum, og það er víst að það er ekki eins mikið mál og við höldum á stundum. Á hitt ber að horfa að það er bráð- nauðsynlegt fyrir kirkjuna að endurnýja kirkjutónlistina stöðugt, að sífellt sé unnið að þessum málum. Best er og farsælast að starf sé unnið fyrst og fremst á heimavelli þar sem tónlistin er flutt og prófuð, og það lagfært sem lagfæra þarf. Síðan þarf aðila sem safnar saman góðu efni og kemur því á framfæri. Þar má benda á Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, en hann á einmitt sæti í Sálmabókarnefnd. Sálmabókarnefnd skoðar það sem eitt af sínum helstu verkefnum, að efla söng safnaðarins, en einnig efla söng kirkjukóranna og auka flutning á kirkju- tónlist. Vil ég að lokum hvetja kórstjóra, organista og annað tónlistaráhugafólk að senda nefndinni alla þá sálma, lög og tónlist sem þeir hafa undir höndum og álíta að geti komið að gagni í kirkjunni. Þannig getum við öll lagst á eitt til að efla söng og tónlist kirkjunnar. Kjaramál Sem kunnugt er fylgja laun organ- ista „þeim breytingum sem kunna að verða á launum tónlistarkennara og í samræmi við samninga BSRB“. (Kjarasamningur FÍO og sóknar- nefnda Reykjavíkurprófastsdæmis, 4. grein.) Hér skal vakin athygli á breytingum sem orðið hafa. Menn- tamálaráðuneytið tilkynnti í dreifi- bréfi nr. 6/1986 til tónlistarskóla dags. 26. ágúst 1986 m.a. eftirfarandi: „Vakin er athygli á að samkvæmt síðasta samkomulagi við tónlistar- kennara þá hækka þeir um 4 launa- flokka frá 1. mars s.l. og aftur um 1 frá 1. desember n.k.“ Organistum skal bent á að láta gjaldkera sóknarnefnda sinna vita um þessa breytingu ef þeim er ekki kunnugt um hana. Gjaldskrá F.Í.O. gildir frá og með 1. des. 1986. 1. Organleikurviðútför kr. 2102.00 2. Organleikurviðútför, meðein- leik eða undirleik með einsöng eðaeinleik kr. 3152.00 3. Organleikurviðkistulagningu kr. 1576.00 4. Gjaldfyrirferðir, eforganleik- ara er ekki séð fyrir fari (Rvk. prófastsdæmi) kr. 244.00 5. Organleikurviðgiftingu kr. 2102.00 6. Organleikurviðguðsþjónustur (íforföllum) kr. 4203.00 7. Organleikurviðhelgistundirá sjúkrahúsum kr. 2985.00 8. Organleikurviðskírn kr. 1576.00 ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.