Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 17
ætluð eru söfnuðinum til söngs, sem er í raun forsenda þess að hægt sé að tala um sálm. Aðeins hluti af því efni sem verður til, verður sígilt. Það er mjög erfitt að semja lag viö texta svo vel fari og hægt verði að syngja hann í söfnuðinum. í sálmabókinni 1972 komu fram margir ágætir nýir textar, en því miður voru lögin við marga þeirra ekki nógu góð, og því verða viðkomandi sálmar aldrei sungnir. Þetta er alvarlegt mál, og sýnir hve samspil lags og texta er mikilvægt. Texti og lag verða að falla saman. Eins sýnir þetta nauðsyn þess aö prófa efni áður en það er gefið út í sálmabók. Það er líka alveg óvíst fyrirfram hvaða sálmur kemur til með að njóta vin- sælda og verða sunginn. Vegna þessa veröur að vera mikil gróska í sálma- gerð til að eðlilegt viðhald og endurnýjun verði. Það er einungis brot af því efni sem til verður sem söfnuðurinn gerir að sinni eign og vill nota. Stór hluti efnis verður Iítiö sem ekkert notað. En þannig verður það að vera. Við getum ekki ávallt útbúið perlur, en það tekst samt af og til, og þá er markinu náð. Til athugunar fyrir organista. Mig langar til að mælast til þess við kórstjóra eða organista aö þeir fari í auknum mæli að gefa gaum að nýjum lögum við sálma, sem víða eru til og má þar benda á Norðurlöndin. Þar hefur mikið verið unnið í þessum málum á undanförnum árum og áratugum. Gera þarf þá kröfu til organista að þeir geri kröfu til þeirra laga sem þeir nota til að syngja í kirkju, að lögin þjóni þeim markmiðum sem sett eru. T.d. skal lag sem allur söfnuöur syngur vera sönghæft og í tónhæð sem almenningur ræður við. Á þessu hefur verið mikill misbrestur og allt of mikið borið á því að organistar eða kórstjórar veldu lög sem einungis miðast við kórinn en lítiö sem ekkert tillit tekið til hvort söfnuðurinn geti sungið viðkom- andi sálm. Dæmi um sálm sem er eiginlega ósyngjanlegur af söfnuði, er lag Þorkels Sigurbjörnssonar við sálminn Heyr himnasmiður. Hins vegar er lag Þorkels gullfallegt fyrir kór og hefur líka vakið verðuga eftirtekt. Annað atriði er að lög passa ekki við hvaða texta sem er. Mikilvægt er að velja lag sem hæfir textanum. Lag sem sungið er við föstusálm skal bera með sér hver textinn er. Það er næsta ólíklegt að sama lag sé nothæft á páskunum. Það gerist því miður allt of oft, að einhverju lagi er slengt á sálm af því að nóturnar passa svona nokkurn veginn við atkvæðin. En ef sagan er skoðuð er skiljanlegt að sama lagið sé notað um föstu, á páskum og við öll hugsanleg tækifæri, því að við útgáfu sálmabóka og sálma- söngsbóka á síðustu öld, og sem við notum enn, var það yfirlýst stefna að fækka lögunum eins og kostur væri, þannig að söfnuðurinn og kórinn þyrftu ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.